bara nokkrir dagar í viðbót

Hlæjandi nú er það ákveðið að ég er að fara austur á miðvikudaginn næsta og kem ekki aftur fyrr en á mánudaginn eftir það.. Hlæjandi Hlæjandi Hlæjandi það verður bara æðislegt að geta komist aðeins í sveitalífið.. ótrúlegt hvað manni finnst mikill munur að vera þar sem er minna stress og læti heldur en í borginni.. Það er svo sem ekkert skrýtið Glottandi hehe Nú er sko komið að sauðburði þannig að það verður æðislegt að vera í kringum litlu lömbin. Svo ég minnist nú ekki á það að eyða þessum tíma með kallinum mínum.  Ég held  að á tímabili hafi maður ekki skilið hvað það var að þurfa að eyða svona miklum tíma með hinum aðilanum og ekki áttað sig á hvað þetta var í rauninni en í dag er ég alveg að sjá það að öðruvísi gengur þetta ekki upp nema að maður breyti hlutunum í kringum sig og raði sér soldið niður eftir því hvað er í gangi hverju sinni.. Hlæjandi ég er strax farin að hlakka til að fara í flug á miðvikudagskvöldið og komast austur.. hehe en þarf víst að bíða samt í nokkra daga í viðbót það verður erfitt en hefst hehehe..  jæja ég held ég láti þetta nægja af mínum hugleiðingum núna en skrifa kannski aftur seinna í dag ef tími gefst er nefnilega að vinna Gráðugur 

Helga B


rólegur tími

Jæja nú er miðvikudagur og ég á bara eftir að vinna 1 heilan dag og svo frí.. hehe reyndar bara helgarfrí en það er í góðu lagi.  Dagurinn í dag hefur bara verið alveg ágætur ég hef haft alveg nóg að gera en nú er ég verkefnalaus svona næsta klukkutímann og ætla ég að nota hann í að flakka mér um á netinu og skrifa inná heimasíðuna mína.. hehe verð sko að vera dugleg að þessu því að hún Erna hrósaði mér svo mikið fyrir þetta að ég þori ekki annað en að halda þessu stíft áfram Brosandi hehe. Í kvöld ætla ég bara að vera dugleg að slaka á heima hehe eða með öðrum orðum vera löt heima eða eitthvað þannig. Í gærkvöldi afrekaði ég það að fara til hennar Möggu frænku minnar og skoða íbúðina hennar (þessa nýju) hún er bara geggjuð flott og rúmast vel í henni við vorum meira að segja svo duglegar að setja saman borðið sem hún var að kaupa sér, við erum sko algjörir snillingar heheh en hitt má bíða þangað til að sumir skrípó eru hættir að vera lasið, þá getur hann nú bara sett þetta saman fyrir hana... hehehe..  En úff hvað mig langar austur ég er að bilast hérna í borginni núna.. orðin algjör sveitastelpa.. hey bíddu ég hef alltaf verið það.. hehe en sjáum til hvernig helgin fer.. en jæja nú ætla ég að hætta þessu bulli og reyna að finna mér eitthvað að gera heyrumst síðar þið þarna skrýtna fólk.. hahahahahaha

kveðja frá mér Englinum.. Helga Björg Ullandi

p.s. ég veit hvaða comment ég fæ á þetta þannig að ég varð að halda þessu fram Glottandi


úff langur dagur

af hverju er það sem að dagarnir lengjast þegar að maður hefur ekkert að gera??? Getur einhver sagt mér það??? ég held að ég gæti bara alveg sofnað hérna fram á borðið. Er alltaf að líta á klukkuna, ótrúlegt það er eins og tíminn líði bara ekki neitt áfram. Ef að sumarið verður svona þá verður bloggsíðan hjá mér orðin full af einhverju bulli frá mér.. hehe en það er bara í góðu lagi þið hin hafið þá eitthvað til að hlægja að.. ;) en jæja það er best að fara að finna sér eitthvað að gera hérna svo að ég hrynji ekki niður á borðið og sofni.. hehehe

erfitt að vakna

Jæja þá er enn einn vinnudagurinn byrjaður og vá hvað ég átti erfitt með að vakna í morgun, hefði sko alveg viljað sofa lengur en mér var sko sparkað framúr klukkan 8:15 og sumir héldu svo bara áfram að sofa.. hehe það lá nú við að ég hringdi heim um leið og ég var komin í vinnuna en svo ákvað ég bara að vera góð eins og alltaf Saklaus en það er voðalega rólegt hérna núna svona eins og á föstudaginn þannig að það er um að gera að nota tímann og skrifa hérna inná svo maður fái nú ekki comment á það að vera lélegur bloggari, hef einhversstaðar heyrt það áður. En ég ætla bara að vinna stutt í dag þar sem ég þarf að fara með bílinn í þrif og annað ef ég ætla að ná því að selja bílinn sem ég er að vonast til það væri algjört æði.  Hey ef einhver vill gefa mér þvottavél þá er það velkomið.. annars þarf ég víst að fara heim til mömmu gömlu og biðja hana að þvo fyrir mig. Ekki það að það sé eitthvað slæmt þar sem ég hef gaman af því að hitta gamla settið og svo þær systur mínar og auðvitað litla krúttið mitt hann Fíton.. ALGJÖR DÚLLA!!!!!!!! Glottandi Jæja læt þetta nægja í bili kveðja héðan frá mér

Helga B.


kröfugangan

Jæja þá er kröfugangan afstaðin og ég var geggjuð dugleg að labba frá hlemmi niður á Ingólfstorg með fána í hönd og myndavélina í hinni.. enda tók ég slatta af myndum þarna sem ég var svona frekar ánægð með. Það var nú ágætlega mætt í þetta skiptið en hefði kannski mátt vera soldið meira. Ég labbaði með Elsu, Baldvin og móður hans Baldvins niður Laugaveginn en var svona soldið á hlaupum til þess að ná myndum af föður mínum og hans fólki þarna ásamt mínum vinnufélögum sem er frá Sjúkraliðafélaginu. Reyndar vantaði tvær af okkur en þær er fjarri vegna veikinda og í fríi en ég veit að þær hafa verið með okkur í huganum. Hlæjandi ég mun á næstu dögum setja myndir hérna inn frá göngunni og kannski læt slæðast með mynd af henni litlu systur í peysufötunum hehe en dagurinn í dag var mjög góður, frábært veður í alla staði svona nema þegar að þetta var um það bil að enda þá kom smá haglél en hvaða íslendingur þolir það ekki í nokkrar mínútur.. hehe. Pabbi var einn af þeim sem hélt á fána í göngunni enda kallinn orðinn sko Formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar Glottandi. Hann tók við af henni Sjöfn sem er alveg frábær kona og skemmtileg. Ég hitti  bæði hana og Jakobínu á Ingólfstorgi, alltaf gaman að sjá þær.  En svo þegar að ég var að enda þetta hjá mér og á leið heim fékk ég skilaboð frá henni frænku minni um það að mynd af mér hefði birst á www.mbl.is undir forsögninni "Formaður SGS: Hugmyndir um afnám verðtryggingar árás á launafólk"   ekki beint góð mynd en jæja svona er þetta víst, ekki það að mér finnst nú að ég ætti að fá borgað fyrir þetta.. hehehe (milljón á mynd) eitthvað þannig Saklaus 

Jæja ég læt þetta duga hjá mér í bili þar sem ég er orðin andlaus og veit ekki alveg hvað ég á að skrifa hérna meira. Sjáumst síðar 

kveðja til ykkar allra frá mér      Helga Björg


1.maí 2006

Jæja í dag er verkalýðsdagurinn og mín ætlar sko að fara í göngu á eftir Hlæjandi auðvitað verður maður að fara þar sem ég er nú að vinna hjá verkalýðsfélagi.. hehe ekki það að ég hef svo sem alltaf farið þannig að það breytir engu þetta verður örugglega gaman svo lengi sem ekki riginir.. hehe svo er kannski verið að hugsa um að fara í kaffi til ömmu á eftir ef hún verður heima það er að segja. Er sko dugleg er að elda mér hádegismatinn núna svona rétt áður en ég fer, gáfuleg ha? En svo er kallinn minn að koma aftur í kvöld úff hvað ég hlakka til BrosandiGlottandi bara gaman þó svo að hann stoppi ekki lengi í þetta skiptið. Jæja ætla að fara og fá mér eitthvað gott í gogginn.. heyrumst síðar

kv Helga B


gestabók

ótrúlegt hvað fólk heldur að ég sé bara með gestabókina til skrauts hehe það mætti halda að fólk væri hrætt við að kvitta fyrir sig.. Þögull sem gröfin


þreyttur dagur

vá hvað maður verður eitthvað þreytt og löt þegar að það er svona lítið að gera.. það liggur við að ég sé farin að telja mín þangað til að ég kemst heim bara af því að ég get ekkert gert neitt meira í dag. Þyrfti helst að vera að fara og kaupa varahluti í bílinn minn til þess að biðja hann Guðbjörn að gera við hann .. ekki það að þeir bræður voru sko báðir upp í skúr í gærkvöldi þegar að við kíktum þangað og það var bara gert grín að bílnum mínum.. iss hvað vita þeir um bíla.. heheheheh YEAH RIGHT.. Það virðist vera alveg sama við hvern maður talar í dag það vill enginn kaupa þennan lúxusbíl.. en jepparusli geta þeir safna hvort heldur sem það er ryðgað eða ekki. Reyndar á hann Ragnar geggjað flottan Jeppa sem hann ætlar líklega að fara að koma á götuna aftur sem verður algjört æði og þá er ég sko EKKI að tala um þennan blessaða líkbíl sem stendur í hlaðinu hjá honum.. hehehehehehehe eins og ég segi þá eiga sumir skrýtin áhugamál Glottandi ég held því reyndar fram að hann yrði góður í þessari starfsstétt.. hehe í svörtum jakkafötum og með húfuna. Hvað ætli líkbílstjórar hafi í laun annað en ánægjuna hahahahaha.. djók

kv. Helga


heitur dagur

Jæja í dag er sko föstudagur og ég er að vinna þar sem ég þurfti að taka mér frí á miðvikudaginn í staðinn, sem var bara gott.. en úff það er svo heitt hérna inni að það hálfa væri meira en nóg. Í dag fór kallinn minn austur aftur því miður og mig langar svo austur um helgina líka væri fínt því það er jú frídagur á mánudaginn þannig að það er bara í góðu lagi.. hehe en við sjáum til hvað ég get gert það kostar nú ekkert smá að fljúga á milli landshluta hérna, það liggur við að þetta sé alveg jafn dýrt og að fljúga til útlanda. Algjört hneyksli.. hehe kannski að maður geti sótt um afsláttarkort þegar að maður er að fara svona oft á milli Ullandi en að öðru hún Linda systir mín á sko afmæli á morgun og ég ætla að fara í dag og kaupa handa henni afmælisgjöf sem ég veit ekki hvað verður þar sem ég er svo gjörsamlega óákveðin og veit ekkert hvað hún vill.. En ég hlýt að finna eitthvað sniðugt. þarf svo að skjótast með það til hennar í kvöld þar sem hún er á fullu í próflestri og ætlar ekki að halda neitt upp á það strax. Svo fer að líða að því að foreldrar mínir fara í hlaupaferð til Kína og verða í 2 vikur.. svo er Linda að fara til Tælands í útskriftarferðina sína og loks fer Benedikta systir mín til Englands í enskunám alveg eins og við vinkonurnar gerðum á sínum tíma, það liggur við að ég öfundi hana við það að fara þangað. hehe en það verður gaman fyrir hana að prófa þetta hún er að fara með vinkonu sinni þangað, ég er svo stolt af þeim að gera þetta Glottandi 

Jæja ætli ég láti þetta ekki nægja í bili og læt vita síðar hvað er að gerast hjá mér.. hehe  svona ef ég man..

sumarkveðja héðan úr borginni miklu   Helga B


peysufatadagurinn hjá versló

Jæja í dag er kominn sá dagur að hún Benedikta litla systir mín er að klæðast peysufötum Hlæjandi en því miður þá er öll dagskráin fyrir hádegi þannig að maður kemst ekkert til þess að horfa á hana dansa eða neitt þannig Óákveðinn ég sem ætlaði að taka myndir af henni þarna.. jæja það verður bara að láta hana fara í upphlutinn aftur síðar og þá verða teknar myndir af henni... það verður bara gaman en ég vona að hún njóti dagsins þessi litla elska.. Glottandi 

En það er ótrúlegt hvað tæknin er orðin frábær í dag. Það er hægt að fara og láta laga sjónina í sér hvort sem maður er fjarsýnn eða nærsýnn .. það er bara gert á nokkrum mín.. og þá losnar maður við gleraugun.. Svalur alveg væri ég til í það en samt sem áður þá held ég að ég þori því ekki.. hehe algjör kjúklingur. Kallinn minn fór nú í þetta í gær og það tók sko ekki langan tíma en ótrúlegt hvað hann er bara farinn að sjá vel á nokkrum mínútum.. þetta er algjör lúxus. Það á eftir að taka soldinn tíma að venjast honum án gleraugna en samt bara flott Skömmustulegur 

Nú sit ég hérna fyrir framan tölvuna í vinnunni og reyni að hafa eitthvað fyrir stafni.. það er frekar rólegt í dag (því miður) en svona er lífið ég get þá bara reynt að koma einhverju svona frá mér í staðinn. En í dag er ég bara að vinna hálfan daginn svo að þetta líður kannski bara hraðar.   Er að fara svo eftir hádegi og sækja um leiguíbúð hjá Búseta.. flott íbúð en hún er 3ja herb. en ekki svo dýr leigan á henni þannig að kannski að það sé bara gáfulegt ha!!!!!!! en svo þarf ég nú að fara að hringja í leigusalann minn til þess að athuga með nýja íbúð hjá honum helst þá tveggja herbergja.. það væri gaman að geta tekið upp úr kössunum hehe þá kannski sé ég hvað ég á af dóti.. hehe

Um helgina er Eyþór frændi að koma með hele familien.. ég vona að ég geti hitt þau eitthvað það er svo langt síðan að ég hitti þau.

en því miður þá er kallinn minn að fara austur á morgun og kemur ekki aftur fyrr en á þriðjudagskvöld... ég er að vorkenna sjálfri mér hehe og þið hin megið alveg sýna smá samúð.. Gráta

jæja ég ætla að fara að hætta þessu rugli og reyna að vinna eitthvað þó svo að ég hafi lítið að gera í dag en það vonandi verður meira á morgun.

kv. Helga B.. ( 61 dagur í 30 árin)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

strumpaálfur

Höfundur

Helga Björg Garðarsdóttir
Helga Björg Garðarsdóttir
hmm sko lýsingu á mér ætti ekki að þurfa en ég skal skrifa eitthvað smá til þess að gefa ykkur hugmynd um hver ég er. Ég er frekar róleg og brosmild manneskja en er mjög opin og alltaf til í að tala um alla hluti. Ég elska að taka myndir sem er eitt af mínum aðaláhugamálum nú í dag. veit ekki hvað ég á að segja hérna meira þannig að ég læt þetta bara nægja. Það er bara eitt orð yfir mig og það er ENGILL!

Færsluflokkar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ag_2006_206
  • Sólsetur
  • Arnarstapi
  • í Ljósaskiptum
  • sólsetur við fljótið

Fólk

www.lsk.is

vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a

www.slfi.is

heimasíðan þar sem ég er að vinna

www.austurland.is

Egilsstaðir og umhverfi

www.maggajons.blog.is

heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott

www.eythoringi.blog.is

heimasíða frænda míns á Akureyri

www.dalir.is

heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu

Tónlist

www.eurovision.is

allt um Eurovision fyrir þá sem vilja vita ;)

  • Sylvía Nótt - Eurovision in Athens 2006 - Til hamingju Ísland****


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 506

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband