kröfugangan

Jæja þá er kröfugangan afstaðin og ég var geggjuð dugleg að labba frá hlemmi niður á Ingólfstorg með fána í hönd og myndavélina í hinni.. enda tók ég slatta af myndum þarna sem ég var svona frekar ánægð með. Það var nú ágætlega mætt í þetta skiptið en hefði kannski mátt vera soldið meira. Ég labbaði með Elsu, Baldvin og móður hans Baldvins niður Laugaveginn en var svona soldið á hlaupum til þess að ná myndum af föður mínum og hans fólki þarna ásamt mínum vinnufélögum sem er frá Sjúkraliðafélaginu. Reyndar vantaði tvær af okkur en þær er fjarri vegna veikinda og í fríi en ég veit að þær hafa verið með okkur í huganum. Hlæjandi ég mun á næstu dögum setja myndir hérna inn frá göngunni og kannski læt slæðast með mynd af henni litlu systur í peysufötunum hehe en dagurinn í dag var mjög góður, frábært veður í alla staði svona nema þegar að þetta var um það bil að enda þá kom smá haglél en hvaða íslendingur þolir það ekki í nokkrar mínútur.. hehe. Pabbi var einn af þeim sem hélt á fána í göngunni enda kallinn orðinn sko Formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar Glottandi. Hann tók við af henni Sjöfn sem er alveg frábær kona og skemmtileg. Ég hitti  bæði hana og Jakobínu á Ingólfstorgi, alltaf gaman að sjá þær.  En svo þegar að ég var að enda þetta hjá mér og á leið heim fékk ég skilaboð frá henni frænku minni um það að mynd af mér hefði birst á www.mbl.is undir forsögninni "Formaður SGS: Hugmyndir um afnám verðtryggingar árás á launafólk"   ekki beint góð mynd en jæja svona er þetta víst, ekki það að mér finnst nú að ég ætti að fá borgað fyrir þetta.. hehehe (milljón á mynd) eitthvað þannig Saklaus 

Jæja ég læt þetta duga hjá mér í bili þar sem ég er orðin andlaus og veit ekki alveg hvað ég á að skrifa hérna meira. Sjáumst síðar 

kveðja til ykkar allra frá mér      Helga Björg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

strumpaálfur

Höfundur

Helga Björg Garðarsdóttir
Helga Björg Garðarsdóttir
hmm sko lýsingu á mér ætti ekki að þurfa en ég skal skrifa eitthvað smá til þess að gefa ykkur hugmynd um hver ég er. Ég er frekar róleg og brosmild manneskja en er mjög opin og alltaf til í að tala um alla hluti. Ég elska að taka myndir sem er eitt af mínum aðaláhugamálum nú í dag. veit ekki hvað ég á að segja hérna meira þannig að ég læt þetta bara nægja. Það er bara eitt orð yfir mig og það er ENGILL!

Færsluflokkar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ag_2006_206
  • Sólsetur
  • Arnarstapi
  • í Ljósaskiptum
  • sólsetur við fljótið

Fólk

www.lsk.is

vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a

www.slfi.is

heimasíðan þar sem ég er að vinna

www.austurland.is

Egilsstaðir og umhverfi

www.maggajons.blog.is

heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott

www.eythoringi.blog.is

heimasíða frænda míns á Akureyri

www.dalir.is

heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu

Tónlist

www.eurovision.is

allt um Eurovision fyrir þá sem vilja vita ;)

  • Sylvía Nótt - Eurovision in Athens 2006 - Til hamingju Ísland****


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 544

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband