ok ok ég skal halda áfram.. hehe

Jæja Þá er bara vika þangað til að ég verð flutt út úr íbúðinni í árbænum og allt dótið mitt er nánast komið í kassa.. úff já bara búið að pakka og allt, með góðri hjálp frá henni frænku minni ;);) takk bestust. Á fimmtudaginn eftir viku legg ég af stað norður yfir heiðar í samfloti með henni Möggu frænku minni. Ætlum að ná í litlu englana mína og gista með þau eina nótt að Hólum í Hjaltadal en höldum svo áfram að Akureyri á föstudeginum. Það er vegna þess að hann Eyþór frændi minn ætlar að giftast henni Ernu sinni á laugardaginn eftir viku :) (loksins). Svo eftir það fer ég austur og þá er ég bara alflutt :)
Þessa helgi er hún Linda systir mín að útskrifast frá Háskóla Íslands úr hagfræði, og verður heljarinnar veisla heima hjá foreldrum mínum fyrir ættingja og vini hennar :) þetta verður bara gaman. Svo verður hún Elsa Rut frænka mín 30 ára á sunnudaginn.
Í kvöld er ég svo að fara út að borða með henni Þóru vinkonu minni og kannski henni Kareni líka í tilefni þess að næsta miðvikudag verð ég 30 ára :) úff það er erfitt að vera gömul hehe nei kannski ekki alveg en samt alltaf nóg að gera.
En viti menn í fyrradag fékk ég afhentan nýja bílinn minn og er voða ánægð með hann ;) hehehe.. og er að öllum líkindum búinn að selja minn það er að segja ef það gengur í gegn. En ef þið vitið um einhvern sem vantar bíl sem er vel með farinn og mikið búið að endurnýja í honum, þá endilega látið mig vita. Ég er að spá í að fara eftir vinnu með hann á þvottastöð og þrífa hann að utan, og svo í kvöld þegar að ég kem heim þá fer ég í það að þrífa hann að innan sem er nú ekki mikið verk :)
En um helgina ætla ég að klára að flytja búslóðina mína í geymslu svo að ég geti nú notað kallinn minn eitthvað í að bera þessa hluti ásamt því að pabbi getur vonandi hjálpað mér eitthvað líka en ef ekki þá misnotar maður bara Kalla Brynjar líka. Verst að hún Jónína mín er ekki hérna þá myndi ég sko láta hana bera þetta með mér.. ;);) ég veit að henni finnst þetta svo gaman, en hún er búin að lofa því að koma í heimsókn austur þegar að ég er flutt :):):)
En svona gengur nú lífið í árbænum þessa dagana... kassar og aftur kassar.. ég á sko allt of mikið af dóti en það er alltaf gaman að fara í gegnum það aftur og aftur.. hehe
jæja læt þetta nægja í bili, lofa að skrifa meira þegar að ég get og andinn kemur yfir mig.. ;) en þangað til þá, farið vel með ykkur og góða skemmtun í sumar :)
Kær kveðja
Helga B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já það var aldeilis gaman að fara að borða..hehe bara fjör en skiluðum víst svona gömlu fólki aðeins of seint eða verða um miðnætti.. en ég held þetta verði bara gaman hjá þér að fara austur..kíki til þín þegar þú verður komin með jólahúsið..hhehe nei segi svona.. óska þér bara góðs gengis í lífinu á austurlandi :-) eins með þig eins og aðra..allir eiga hamingjuna skilið sama í hvaða mynd það er :-)og hagaðu þér vel svo "gamla"

Þóra St (IP-tala skráð) 26.6.2006 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

strumpaálfur

Höfundur

Helga Björg Garðarsdóttir
Helga Björg Garðarsdóttir
hmm sko lýsingu á mér ætti ekki að þurfa en ég skal skrifa eitthvað smá til þess að gefa ykkur hugmynd um hver ég er. Ég er frekar róleg og brosmild manneskja en er mjög opin og alltaf til í að tala um alla hluti. Ég elska að taka myndir sem er eitt af mínum aðaláhugamálum nú í dag. veit ekki hvað ég á að segja hérna meira þannig að ég læt þetta bara nægja. Það er bara eitt orð yfir mig og það er ENGILL!

Færsluflokkar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ag_2006_206
  • Sólsetur
  • Arnarstapi
  • í Ljósaskiptum
  • sólsetur við fljótið

Fólk

www.lsk.is

vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a

www.slfi.is

heimasíðan þar sem ég er að vinna

www.austurland.is

Egilsstaðir og umhverfi

www.maggajons.blog.is

heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott

www.eythoringi.blog.is

heimasíða frænda míns á Akureyri

www.dalir.is

heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu

Tónlist

www.eurovision.is

allt um Eurovision fyrir þá sem vilja vita ;)

  • Sylvía Nótt - Eurovision in Athens 2006 - Til hamingju Ísland****


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband