Góðan daginn litlu strumparnir mínir

Jæja þá er eins gott að halda áfram að blogga svo að maður sé ekki endalaust skammaður fyrir það að vera léleg í að halda þessari síðu við, mér finnst ég hafa verið svo dugleg við þetta. En já dagurinn í dag hefur verið svona nokkuð fljótur að líða sem betur fer, því ég þoli ekki þegar að ég hef ekkert að gera nema að bíða eftir klukkunni .. þá verður maður bara geðbilað og eins og ég sé ekki nógu skrítin samt. ;) heheh en allavega þá mun ég reyna að halda þessu vel við eftir að ég flyt úr höfuðborginni og austur svo að fólk geti nú fylgst með hvað maður er að gera.  Ég hef verið að velta því fyrir mér að fara í fjarnám í Ferðamálafræði við Hólaskóla eftir að ég flyt en kostnaðurinn við það er gífurlega mikill þannig að ég held að ég fresti því allavega fram á næsta ár og sjá svo til hvað gerist. Það gæti verið gaman að halda áfram náminu frá því sem ég var í, það togar alltaf soldið í að fara út í þennan geira en gæti verið erfitt.. mikil aðsókn frá öllum skólum og það þurfa að vera hagstæð skilyrði fyrir því að koma svoleiðis á fót þarna á þessu svæði. Ekki það að það er mikið af ferðamönnum að renna þarna í gegn, sérstaklega þeim sem koma og fara með ferjunni Norrænu frá Seyðisfirði.. En við sjáum til hvað gerist :) Ég verð að viðurkenna það að ég er eiginlega farin að telja dagana þangað til að ég get flutt en á samt eftir að gera heilan helling hérna í bænum áður og ég er sko ekki sú skipulagðasta manneskja sem hægt er að finna.. heheh en svo er verið að þrýsta á að ég haldi upp á afmælið mitt þar sem ég á stórafmæli á þessu ári ásamt því að hafa kveðjupartý áður en ég flyt. Það mætti halda að ég væri að flytja af landi brott og fólk muni aldrei sjá mig aftur.. heheh en ég skil það samt og ég er að leggja hausinn minn í bleyti hvað ég á að gera og hvar það mun þá vera. En hvenær verður að koma í ljós vonandi í þessari viku.. ;) 
Jæja ætli maður þurfi ekki að fara að gera tossalista um það hvað maður þarf að framkvæma áður en ég flyt.. hehe ég er orðin eins og gamla fólkið og farin að gleyma hlutunum.. hehe en læt þetta nægja í bili þar sem hausinn á mér er orðinn svo tómur að það hálfa væri nóg.. en já eitt enn þær vinkonur mínar komu með hugmynd um það að ég stofnaði bara Jólahúsið þarna fyrir austan, ekki svo slæm hugmynd hjá þeim (sko þær) það er aldrei að vita hvað manni dettur í hug að gera ;) ekki það að ég er ekki viss um að mínum manni yrði skemmt þar sem að hann er ekki eins mikið jólabarn og ég er.. hehe hann fékk áfall þegar að hann sá hvað ég á mikið af jóladóti hahahahahaha.. bíddu þangað til ég fer að setja það upp ;)

ó já svo annað Erna mín það er ekki nokkur séns á því að ég segi þér hvað ég keypti handa ykkur í brúðargjöf.. hahahahahaha þú verður sko bara að vera forvitin þangað til ;) hehehe en þetta er eitthvað sem þið bæði hafið gaman af.. hægt að nota allan ársins hring og horfa á með bros á vör. ef þú þværð það upp þá hverfur það.. en ef þú ferð vel með það þá endist þetta um aldur og ævi alveg þangað til að þú verður orðin gömul og grá ;) þetta ætti að gefa þér góða vísbendingu ;)

jæja þetta er komið nóg hjá mér í bili ætla að halda áfram að vinna heyrumst síðar litlu greyin mín
kær kveðja
Helga B 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

strumpaálfur

Höfundur

Helga Björg Garðarsdóttir
Helga Björg Garðarsdóttir
hmm sko lýsingu á mér ætti ekki að þurfa en ég skal skrifa eitthvað smá til þess að gefa ykkur hugmynd um hver ég er. Ég er frekar róleg og brosmild manneskja en er mjög opin og alltaf til í að tala um alla hluti. Ég elska að taka myndir sem er eitt af mínum aðaláhugamálum nú í dag. veit ekki hvað ég á að segja hérna meira þannig að ég læt þetta bara nægja. Það er bara eitt orð yfir mig og það er ENGILL!

Færsluflokkar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ag_2006_206
  • Sólsetur
  • Arnarstapi
  • í Ljósaskiptum
  • sólsetur við fljótið

Fólk

www.lsk.is

vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a

www.slfi.is

heimasíðan þar sem ég er að vinna

www.austurland.is

Egilsstaðir og umhverfi

www.maggajons.blog.is

heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott

www.eythoringi.blog.is

heimasíða frænda míns á Akureyri

www.dalir.is

heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu

Tónlist

www.eurovision.is

allt um Eurovision fyrir þá sem vilja vita ;)

  • Sylvía Nótt - Eurovision in Athens 2006 - Til hamingju Ísland****


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 507

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband