sauðburður

Jæja nú er ég víst að fara að leggja af stað í höfuðborgina aftur því miður.. þetta er búið að vera allt of fljótt að líða hérna .. búið að vera soldið mikið að gera en það er bara skemmtilegra. Það hafa nokkur lömb látið sjá sig og svo þarf að huga að þeim, marka, gefa og brynna. Erum búin að fara á smá flakk hérna og stússast aðeins fyrir okkur sjálf. Því miður gerðist það svo í gær að björgunarsveitin var kölluð út um fimm leytið eftir hádegi, því það týndist ungur maður héðan að austan og hefur enn ekki fundist. Binni þurfti því að þjóta í gær norður til þess að leita að honum en kom svo heim um hádegi í dag þar sem var verið að skipta út leitarflokknum. Ekki er enn vitað hvar þessi drengur er niðurkominn, þetta var mjög erfitt fyrir sveitina hérna fyrir austan þar sem þeir flestir þekktu eða ætti kannski að segja þekkja þennan unga pilt. En að öðru málefni, fyrir ykkur sem ekki vita þá fékk undirrituð nýja íbúð núna um helgina og þarf að ganga frá því öllu á morgun. Þetta er sem sagt tveggja herbergja íbúð í Þorláksgeislanum, það er svona beggja blands að ég sé ánægð með hana en það er vegna þess að hugurinn er farinn að leita æ meira hérna austur. Þarf auðvitað að fá vinnu hérna fyrst en langar alveg rosalega að fara að koma mér fyrir hérna hjá honum Binna mínum. En svona er lífið hjá mér þessa dagana.

með kærri kveðju Helga B.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með íbúðina :-)

Þóra St. (IP-tala skráð) 16.5.2006 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

strumpaálfur

Höfundur

Helga Björg Garðarsdóttir
Helga Björg Garðarsdóttir
hmm sko lýsingu á mér ætti ekki að þurfa en ég skal skrifa eitthvað smá til þess að gefa ykkur hugmynd um hver ég er. Ég er frekar róleg og brosmild manneskja en er mjög opin og alltaf til í að tala um alla hluti. Ég elska að taka myndir sem er eitt af mínum aðaláhugamálum nú í dag. veit ekki hvað ég á að segja hérna meira þannig að ég læt þetta bara nægja. Það er bara eitt orð yfir mig og það er ENGILL!

Færsluflokkar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ag_2006_206
  • Sólsetur
  • Arnarstapi
  • í Ljósaskiptum
  • sólsetur við fljótið

Fólk

www.lsk.is

vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a

www.slfi.is

heimasíðan þar sem ég er að vinna

www.austurland.is

Egilsstaðir og umhverfi

www.maggajons.blog.is

heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott

www.eythoringi.blog.is

heimasíða frænda míns á Akureyri

www.dalir.is

heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu

Tónlist

www.eurovision.is

allt um Eurovision fyrir þá sem vilja vita ;)

  • Sylvía Nótt - Eurovision in Athens 2006 - Til hamingju Ísland****


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 507

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband