Laaaaaaaangur tími síðan síðast

Jæja nú loksins kem ég mér að því að skrifa inn á þessa síðu.. hehe nei hún er ekki útdauð heldur ég bara léleg að tjá mig hehe en ok látum okkur nú sjá síðast skrifaði ég inn þegar allt var á fullu í heyskap og allt það. Hmmm sko það gekk nú bara mjög vel hjá okkur og við náðum að klára það alveg áður en við fórum í sumarfríið..  Við sem sagt fórum í frí fimmtudaginn 10. ágúst og ferðuðumst aðeins um landið hérna heima áður en við flugum út til Tenerife.. Hlæjandi Fórum sko héðan norður og svo yfir kjöl sem var bara mjög gaman, fengum reyndar ekki of gott veður þar til að ferðast þannig að það var ekkert gaman að skoða sig þar um en til að segja ykkur nákvæmlega hvað við gerðum þá var það þannig að við fórum héðan norður á Akureyri og svo þaðan á Dalvík á fiskidaginn mikla og það var rosagaman að upplifa þá stemmingu. Þegar að við komum þangað þá fórum við til Einars og Sissu sem er vinafólk okkar þar og fengum gistingu, og auðvitað var Sissa sko búin að búa um okkur í gestaherberginu hjá þeim, ekkert smá flott hús sem þau eiga þarna Glottandi en allavega við komum svo þangað á föstudag og fórum með þeim á röltið um bæinn og fengum okkur fiskisúpu hjá fólkinu í bænum. Þarna voru sko um 40 hús opin gestum og gangandi, boðið upp á fiskisúpu og spjall.. þetta er rosaflott og gaman að sjá svona, í einu húsinu sem við fórum í var sem sagt kona að nafni Herborg sem tók á móti öllum sem komu til hennar, kynnti sig og tók í hendina á fólki. Svona gerir nú ekki alveg hver sem er að bjóða ókunnugu fólki inn á gafl hjá sér og í mat, þetta eru Dalvíkingar.. Ég er alveg viss um það að þeir taka vel á móti hverjum sem er hvort sem það eru ferðamenn, gestir eða aðfluttir.. Brosandi en jæja aftur að sögunni, við fórum með Einari og Sissu heim til Pabba Einars og fengum þar bestu fiskisúpu sem ég hef nokkurntíman smakkað. Þar var fullt hús af fólki og meira að segja biðröð út á götu. hehe ég gerði nú grín að Einari og spurði hann hvort hann hefði einhverntíman lent í því að vera í biðröð fyrir utan foreldrahús og komast ekki inn strax.. hehehe. En svo eftir þetta rölt þá var bara labbað um bæinn og skoðað, Binni sýndi mér allt þarna enda bjó hann þar í mörg ár. Þetta er mjög fallegur bær.  Á laugardeginum fórum við svo snemma af stað þarna og hittum þar fyrir Stjána, Oddný og erfingja en einnig var með í för Sara systir hennar Oddnýar og ungur drengur sem ég verð að viðurkenna að ég man ekki alveg nafnið á.
Við fórum og skoðuðum svæðið á höfninni sem var orðið fullt af básum með allsskonar fiskimeti sem var boðið upp á og allt saman frítt þar alveg sama hvað það var. Við fórum svo í siglingum með Sæfara og skoðuðum varðskipið og svo einhverja Færeyska skútu sem var svo lítil að það hálfa væri meira en nóg. Þar um borð fengum við að smakka súra grind af hval og það var nú svo vont að við létum það fara í sjóinn.. heheh (matvönd eða hvað??) en allvega þá var haldið áfram og við skoðuðum miklu meira.. svo síðar um daginn létu sniglarnir sjá sig þarna á nokkuð mörgum hjólum og vá vá vá vá.. þetta var sko ekkert smáræði.. bara FLOTT.. en svo seinni partinn fórum við Binni á byggðarsafn Dalvíkinga í boði Hauks sem bjó í húsinu á móti Möggu og Gunna þegar að þau voru á Dalvík.. alveg yndislegur maður og hann meira að segja gaf mér mynd af Jóa Risa sem bjó þarna fyrir norðan, en hann er sko stærsti íslendingur sem hefur verið uppi alveg 2 metrar og 34 cm
Þetta safn er alveg meiriháttar flott og ég mæli eindregið með því að skoða það fyrir ykkur sem leggja leið ykkar þangað yfir. En um kvöldið var svo grillveisla í götunni fyrir neðan þar sem Einar og fjölskylda búa og þar safnaðist fullt af fólki saman sem voru gestir heimabúa, og var þar rosa stuð. Góður matur, gott að drekka og hljómsveit fyrir fólkið, jæja nema hvað að við Binni fórum svo á flugeldasýningu sem var glæsileg og vel að henni staðið.. eftir það skelltum við okkur á sveitaball í einu stærsta hesthúsi á landinu og var þar búið að hólfa af einn hlutann sem notaður var undir hjómsveit, risa dansgólf og svo auðvitað bekkir og borð svo að fólk gæti sest niður. Þar hittum við nú þó nokkuð mikið af fólki en samt var mjög fátt þarna inni miðað við venju, enda var mjög gott veður þarna og fólkið rölti frekar á milli húsa og garða Svalur ég get sko alveg sagt ykkur það að Dalvíkurbær var sko sneisafullur af fólki.
En nú heldur ferðasagan okkar áfram: Á sunnudeginum fórum við svo yfir á Ólafsfjörð og heimsóttum afa og ömmu hans Binna sem eru á elliheimilinu þarna, þau voru bara mjög hress og kát, alltaf gaman að hitta þau. Þegar að við komum þangað var Erla þar fyrir og hún var hjá þeim í einhvern tíma. En svo fórum við áfram yfir á Hofsós og heimsóttum þar vesturfarasetrið sem var bara alveg ágætt en við komumst að því að Binni er sko kominn af merkismönnum og þar með talið Noregskonungi en ég af svíakonungi.. hehe ég er sko konungborin.. heheheheh Glottandi algjör snilld þessi ættfræði!!!!! en svo héldum við áfram og fórum yfir í Varmahlíð, og þaðan yfir Kjöl á leið suður. Við skoðuðum Hveravelli og fundum þar auðvitað Eyvindarhelli sem er lítill, vel falinn og mjög fallegur.  En svo gistum við í húsbílnum okkar hehe yfir nótt en héldum svo áfram suður til Reykjavíkur þar sem við vorum í einn dag áður en flogið var til Tenerife.

Tenerife: þangað var flogið á miðvikudegi og var tekið á móti okkur af Fjölskyldu Binna, úti á Tenerife var þó nokkuð heitt og við vorum alveg að kafna úr hita.. En við fórum upp á hótelherbergi með töskuna okkar en kíktum svo niður á Barinn með familiunni og fengum okkur smá að borða og auðvitað bjór Glottandi en svo var nú bara farið upp að sofa vegna þess að þetta var orðið langt langt ferðalag hjá okkur. Daginn eftir var farið í sundlaugargarðinn og legið þar í einhverntíma þangað til að við gáfumst upp og fórum og skoðuðum okkur um.. það er nú ekki mikið að skoða þarna við ströndina sem er eitthvað merkilegt annað en strandlengjan, búðir o.fl. En svo á föstudeginum var svo farið í dýragarðinn sem heitir Loroparque eða eitthvað þannig. æi það var annað hvort föstudagur eða laugardagur en allavega þá var það bara gaman að sjá þetta allt saman og flottar sýningar þar á höfrungum, háhyrningum og sæljónum. Vorum þar allan daginn í miklum hita og viti menn við fengum nokkra brunabletti.. hehe en ekki slæmt samt.  En svo var þetta bara dag frá degi legið við sundlaugina, farið út í til þess að kæla sig og dagurinn bara tekinn rólega en svo þegar að liðið var fram á kvöld var fólk miklu frekar í standi til þess að fara að hreyfa sig meira. Fórum út að borða nánast á hverjum degi nema einu sinni sem að gerðist að allir hittust og það var eldað saman.  Svo síðasta daginn sem við vorum þarna fórum ég, Binni og Jónína í dýragarð sem heitir Jungle Park og þarf var sko gaman, þar fengum við að sjá Ljón, Tígrisdýr, slöngur, apa, flóðhest og fleira en síðast en ekki síst þá flottustu fuglasýningu sem ég hef nokkurntíman séð, allt voru þetta þjálfaðir ránfuglar og voru þeir látnir fljúga yfir hausinn á manni þannig að maður fann sko klærnar strjúkast við hausinn.. heheh en þetta var upplifun og mjög gaman.  Á þriðjudagsnótt var pakkað niður og undirbúin heimferð það tók nú smá tíma en gekk upp. Ég held að allir hafi verið fegnir þegar að á flugvöllinn var komið og stutt í að fara í flug. Þetta er sko fimm tíma flug heim þannig að það tók sinn tíma. Við sváfum cirka 3 tíma en hina tvo var maður að reyna að eyða í að horfa á teiknimynd í sjónvarpinu þannig að þetta hafðist allt saman. Eftir að lent var versluðum við aðeins í fríhöfninni og fórum svo í smá heimsókn til Möggu frænku, til ömmu og svo loks til Mömmu og Pabba. En áður en rennt var út úr bænum fórum við til Gullu sem er ömmusystir Binna og tókum þar smá dót. Keyrðum svo norður yfir heiðar og enduðum á Akureyri þar sem við vorum bæði orðin þreytt og lúin. Gistum þar í lyngholtinu yfir nótt en fórum svo austur, en auðvitað var ekki hægt að fara þjóðveginn og vera snögg heim.. hehe við tókum á okkur smá krók fórum einn fjallaslóða út frá Vaglaskógi og komum niður í Bárðardalinn rétt fyrir ofan fossinn. En svo var haldið áfram heim og var maður bara hálf fegin eftir að við komum inn úr dyrunum þá fórum við aðeins að slaka á og taka upp úr töskunum. En svo eftir það er búið að vera frekar mikið að gera bæði í að fara í göngur og smala fyrir sumarlógun. Þannig að svona hefur seinni parturinn af sumrinu verið hjá mér.
Næstu helgi stóð svo til að það yrði ættarmót hérna fyrir austan en því miður hefur það komið upp að við Binni verðum að smala löggöngu þannig að við sjáum ekki framá að vera með í þessum degi. Bara fúlt Fýldur en jæja nú er nóg komið hjá mér í dag og ég reyni svo að viðhalda mér í að rita niður hitt og þetta sem mér dettur í hug.  Vonandi kíkið þið sem flest við á síðunni hjá mér og ritið nöfnin ykkar í gestabókina mína Glottandi.
kær kveðja frá okkur héðan að austan til ykkar hinna hvar sem þið eruð á landinu.
Helga Björg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Helga og Binni, hef reyndar ekki enn fengið að hitta Binna en hæ samt. Miklar framfarir hjá þér í skrifum Helga, það var líka sko alveg kominn tími á skrif. Vildi bara kvitta fyrir mig og segja þér að það er mjög gaman að geta fylgst með þér hérna á blogginu þínu, ennþá skemmtilegra ef þú skrifar reglulega. En alla vegana, þá eru þetta framfarir. Heyrumst síðar, kveðja, Karen Sóley

Karen Sóley (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 19:59

2 identicon

Vá aldeilis dugnaður að skrifa vonandi verður meira af því ... kannski örar það alltaf svo mikið um að vera hjá þér í sveitinni.. til hamingju með nýju vinnuna vonandi er þetta spennandi og skemmtilegt job :-) see ya

Þóra Steinunn (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 12:43

3 identicon

hey þú gleimdir að segja frá því skemmtilegasta úr Jungul Park ;) Þegar ég tók hræðslu kastið :-O híhí...
EN HEY SKO!!!! þú veerður að koma á ættarmótið!! allavega um kvöldið... ég ætla mjög líklega að syngja :-O eins gott fyrir þig kella mín... en við sjáumst svo á morgun ;)lov :-*

Jónanína (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

strumpaálfur

Höfundur

Helga Björg Garðarsdóttir
Helga Björg Garðarsdóttir
hmm sko lýsingu á mér ætti ekki að þurfa en ég skal skrifa eitthvað smá til þess að gefa ykkur hugmynd um hver ég er. Ég er frekar róleg og brosmild manneskja en er mjög opin og alltaf til í að tala um alla hluti. Ég elska að taka myndir sem er eitt af mínum aðaláhugamálum nú í dag. veit ekki hvað ég á að segja hérna meira þannig að ég læt þetta bara nægja. Það er bara eitt orð yfir mig og það er ENGILL!

Færsluflokkar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ag_2006_206
  • Sólsetur
  • Arnarstapi
  • í Ljósaskiptum
  • sólsetur við fljótið

Fólk

www.lsk.is

vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a

www.slfi.is

heimasíðan þar sem ég er að vinna

www.austurland.is

Egilsstaðir og umhverfi

www.maggajons.blog.is

heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott

www.eythoringi.blog.is

heimasíða frænda míns á Akureyri

www.dalir.is

heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu

Tónlist

www.eurovision.is

allt um Eurovision fyrir þá sem vilja vita ;)

  • Sylvía Nótt - Eurovision in Athens 2006 - Til hamingju Ísland****


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband