Rúmlega vika

Jæja kæra fólk nú er liðin rúmlega vika síðan að ég flutti í burtu og það hefur gengið bara ágætlega :) ég er reyndar ekki alveg búin að koma mér fyrir en hins vegar er þetta allt í gangi. Við höfum reyndar ekki verið mikið heima við síðan að ég flutti en það er bara allt í góðu. Síðustu helgi var ég á ættarmóti á Laugum í Sælingsdal sem er mín heimabyggð :):) enda var gaman að koma þangað aftur en ég reyndar fór ekki upp á Tungustapa eins og ég hafði ætlað mér enda kannski ekki veður til þess, sem ég reyndar skil ekki alveg vegna þess að það er aldrei kalt eða rigning á þessu svæði. En ekki það að það var bara gaman á ættarmótinu þó svo að það hafi verið smá kalt bara hluti af stemmingunni.. ;) Þetta ættarmót var föðurættin hans Binna en það var ekki margt sem mætti bara fámennt en góðmennt. Við Binni mættum reyndar ekki fyrr en seinni partinn á Laugardag þar sem að hann var að vinna þangað til á Laugardagsmorgun. Við mættum þó tímanlega til þess að borða með fólkinu og svona sem var bara gaman. Maturinn hefði mátt vera betri en hann var en þetta reddaðist allt með desertinum sem borinn var á borð eða svona nokkurn veginn.. heheh ekki það að búðingurinn leit svo "vel" út hehe ekta eldamennska frá Dalabyggð eða hvað?? hehe NEI ég held ekki. En það var gott að gista á hótelinu eins og alltaf þar sem að hinir voru ýmist í tjaldi eða fellihýsi á meðan að við Binni létum fara vel um okkur inni í hlýjunni ;) reyndar vorum við í gamla hluta hótelsins í herbergi 312 úff spúkí...  á sunnudeginum var svo lagt af stað heim svona rétt eftir hádegi og stoppað í kaupfélaginu í Búðardal til þess að fá sér að borða, svo laumuðumst við í heimsókn til Nonna frænda og Gunnýjar en til allrar óhamingju var hann frændi minn ekki heima en kannski að hann geti verið við næst.. ;) ég reyndar hitti hann á laugardeginum þar sem að hann var að ná sér í smá skít til þess að fara að gróðursetja segir hann .. hehe já já myndi nú vilja sjá það ;) þegar að ég mætti honum var hann á gullvagninum sínum sem er gamall traktor sem hann á en sá lætur soldið á sjá greyið og ótrúlegt en satt þá fer hann enn í gang við fyrstu tilraun.. ég man nú eftir því þegar að það þurfti oftar en ekki að láta hann renna í gang.. hehe en eitthvað var hann Guðbjörn búinn að monta sig af því við mig að þeir hefðu nú komið honum í gang.. hehe en þegar að ég kom til þeirra í heimsókn þá var hann Raggi þar með hele familien í heimsókn ótrúlegt en satttttt sko minn rataði bara út úr reykjavík í fyrsta skipti í langan tíma alla leið vestur á land...hahahahahahahahahahahahahahaha... vá hvað ég er fyndin.. ;););););)  en eftir þessa skemmtilegu heimsókn þá lögðum við af stað norður með smá útúrdúrum en sáum hins vegar fallega og skemmtilega staði :):) ég tók nokkrar myndir þarna og sem betur fer var ég búin að fara til hans Jobba sem er með myndsmiðjuna hérna fyrir austan og kaupa mér nýtt kort í myndavélina þar sem að ég á eftir að koma hinum myndunum mínum í tölvuna mína, við komum svo við á Akureyri hjá tengdó til þess að borða kvöldmat og hitta hana Jónínu dúllu :) svo gerðist þar nú soldið skondið, hún tengdamamma var sko búin að tína veskinu sínu á föstudaginn og það var búið að gera dauðaleit af því allsstaðar við vorum búin að leita fyrir norðan áður en við fórum vestur og tengdapabbi var búin að snúa bílnum við til þess að athuga hvort það fyndist.. en allt kom fyrir ekki.. svo þegar að þau komu heim var tekið úr öllum pokum og töskum til þess að sjá hvort að það væri þar en það fannst ekki. Svo svona rétt fyrir matinn fór hann Binni út í bíl til þeirra og sjá hvort að hann myndi sjá það og viti menn tveimur mín seinna kemur hann labbandi inn með þetta líka glott á andlitinu og með veskið hennar mömmu sinnar í höndunum.. ;);) sko minn.. ég er sko alveg á því að álfarnir hafa fengið það bara lánað eða eitthvað og skilað því svo aftur þegar að komið var heim ;) en eftir matinn var kominn tími til að kíkja á myndir og video sem tekið var á ættarmótinu og var mikið hlegið ;) sérstaklega þegar að allar myndirnar af henni jónínu komu í ljós.. hehe grettir sig vel stelpan... hahahahahaaha. Stuttu seinna fórum við af stað austur og ætluðum ekki að vera neitt lengi en svo fórum við smá krók og skoðuðum laxárvirkjun í mývatnssveitinni ásamt því að keyra inn laxárdalinn og auðvitað þurfti hann Brynjólfur að keyra einhvern veg sem hann fann til þess að athuga hvort hann endaði nú ekki hinu megin í Mývatnssveit svo að við yrðum fljótari heim en ekki að spurja að því að þetta var nú bara einhver drulluslóði þarna sem endaði bara einhversstaðar við ána laxá lengst inní dal, þannig að nú þurftum við að snúa við og halda til baka en auðvitað tók mín þó nokkrar myndir þarna og tókst bara nokkuð vel þó ég segi sjálf frá :) en við vorum sem sagt komin heim um hálf tvö eða tvö að nóttu til og sváfum til svona 11 í morgun. Dagurinn í dag hefur farið í það að heyja þar sem hann hangir þurr sem betur fer en svo ætlum við að reyna að klára þetta næstu helgi.
En fyrir ykkur sem ekki vita sem eru allir nema Þóra vinkona þá er ég sem sagt að fara út til Tenerife á kanarí eyjum þann 16. ágúst til 23. ágúst.. ;) ég hlakka mjög mikið til :) erum að fara með fjölskyldunni hans Binna þetta verður bara stuð ef ég þekki þau rétt ;);););) ég hlakka mikið til :) það er eins gott að ég fari að panta mér nýtt vegabréf og svona áður en ég fer heheh vil nefnilega ekki vera stoppuð í tollinum eða eitthvað álíka á leiðinni hahahahaha það hefur nefnilega aldrei gerst áður eða hvað?? heheh jæja ég ætla að láta þetta gott heita núna og fara út á fjórhjólið og taka smá rúnt hérna upp í fellin.. ;) heyrumst síðar gott fólk og farið þið vel með ykkur ;)
kær kveðja héðan frá Austurlandi
Helga B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæææ sæta :D já það var sko gaman í vonda veðrinu fyrir vestan ;) hehe... og já svo var líka gaman að gretta sig!! HAHAHAHA!!! :D En núna er bara málið að vinna á fullu til að eiga penig fyrir ferðinni út :D:D:D:D Vááá þetta verður svooo gaman :D:D:D En hey váá hvað þetta er mikill Binni að hafa farið einhvern veg þarna og endað heima hjá ykkur um 2!!! haha!!! En sé þig seinna sæta :-*

Jónína Söngfugl ;) (IP-tala skráð) 12.7.2006 kl. 01:30

2 identicon

og já btw... þú verður að kíkka á msn og chatta við mig ;)

Jónína attúúúr (IP-tala skráð) 12.7.2006 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

strumpaálfur

Höfundur

Helga Björg Garðarsdóttir
Helga Björg Garðarsdóttir
hmm sko lýsingu á mér ætti ekki að þurfa en ég skal skrifa eitthvað smá til þess að gefa ykkur hugmynd um hver ég er. Ég er frekar róleg og brosmild manneskja en er mjög opin og alltaf til í að tala um alla hluti. Ég elska að taka myndir sem er eitt af mínum aðaláhugamálum nú í dag. veit ekki hvað ég á að segja hérna meira þannig að ég læt þetta bara nægja. Það er bara eitt orð yfir mig og það er ENGILL!

Færsluflokkar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ag_2006_206
  • Sólsetur
  • Arnarstapi
  • í Ljósaskiptum
  • sólsetur við fljótið

Fólk

www.lsk.is

vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a

www.slfi.is

heimasíðan þar sem ég er að vinna

www.austurland.is

Egilsstaðir og umhverfi

www.maggajons.blog.is

heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott

www.eythoringi.blog.is

heimasíða frænda míns á Akureyri

www.dalir.is

heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu

Tónlist

www.eurovision.is

allt um Eurovision fyrir þá sem vilja vita ;)

  • Sylvía Nótt - Eurovision in Athens 2006 - Til hamingju Ísland****


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband