jæja kominn tími á þetta aftur.. hehe

Já það er kannski kominn tími til þess að blogga soldið um hvað er í gangi hérna hjá okkur ég segist alltaf ætla að vera dugleg við að blogga en einhvernveginn þá gerist það aldrei þannig að þið verðið bara að vera þolinmóð Wink en allavega þá óska ég ykkur öllum Gleðilegs árs og þakka allt gamalt og gott á liðnum árum.

 undanfarna tvo mánuði hefur nú kannski ekki mikið gengið á en búið að vera góður tími. Í dag er ég komin 5 mánuði á leið og gengur bara vel.
Desembermánuður fólst í því að versla jólagjafir og undirbúa jólin skreyta og margt fleira, við skreyttum garðinn hjá okkur bara nokkuð vel og ég var bara ánægð með það, húsið skreyttum við að mestu að framan en svo var sería í öllum gluggum hjá okkur auðvitað. Innandyra var vel skreytt enda nóg til að jólaskrauti hjá mér Grin 
Við fórum í sónar í byrjun desember og fengum myndir og alles af litla krílinu okkar, erum bæði farin að hlakka rosalega mikið til þegar að við loksins fáum litla barnið í hendurnar. Nöfn eru komin hvort heldur sem það verður strákur eða stelpa.
Jólin voru róleg hjá okkur og bara gaman, við flugum suður á Þorláksmessu og vorum hjá mömmu og pabba á aðfangadagskvöld, fengum fullt af flottum og góðum gjöfum frá báðum fjölskyldum sem var vel þegið og erum meira að segja búin að nota hluta af því. Fengum nokkrar bækur sem komu sér vel og það er greinilegt að ég fæ að safna Hagkaupsbókunum hehe.. Einnig fékk ég bók eftir hana Jóhönnu Vigdísi og hún er alveg frábær, góðar uppskriftir í henni.
Það var góður matur sem við fengum hjá henni mömmu á aðfangadagskvöld og mikið borðað, og þá sérstaklega ég Halo eins og alltaf þá er rosalega gott að fá hamborgarahrygg með öllu meðlætinu.
Á Jóladag vorum við svo boðin í mat til ömmu og þar fengum við hangikjöt og alles. Reyndar fékk amma smá glaðining frá okkur þegar að við komum að austan en hún tímdi ekki að nota það ofan í okkur á jóladag hehehe.. Mamma og Pabbi fengu líka smá bita og fannst bara mjög gott, ég hélt að hann faðir minn ætlaði aldrei að ná nefinu upp úr pokanum, sem ég skil bara mjög vel þar sem að þetta er sko alveg ekta lykt og þá sérstaklega svona rétt fyrir jólin Smile
En svo á annan í jólum var haldið heim á leið aftur með alveg jafn mikinn farangur og við fórum með suður en það er bara gott mál. Ég hef verið voðalega löt við að gera nokkuð hérna heima síðan um jólin en úr því verður bætt svona næstu daga. Á milli Jóla og Nýárs var Binni á fullu með björgunarsveitinni á Héraðinu við að undirbúa flugeldasölu og sýningu ásamt brennunni. Það var voða gaman að geta verið með honum í þessu og séð hvað þeir eru duglegir við þetta og spara sko ekkert til, bara til þess að gera íbúana hérna ánægða. Reyndar var smá þrætumál í gangi hérna varðandi brennu og sýningartímann hjá þeim, hann var færður til klukkan 5 um daginn í staðinn fyrir 9 um kvöldið. Fólk var eitthvað á móti breytingum og úr því varð smá skítkast út í björgunarsveitina en allt komst þetta í lag þegar að upp rann gamlaársdagur því að það var mikill fjöldi á brennu og sýningu og sumir segja að fjöldinn hafi verið meiri en áður og það er bara frábært. Þessum tíma verður líklega haldið hérna og talað hefur verið um á fjörðunum hérna í kring að breyta þessu þar. Þetta þýðir að björgunarsveitarmenn, lögregla og slökkvilið geta þó verið heima hjá sér í kringum matartímann sem ekki hefur verið hægt áður. 
En svo um leið og sýningin var búin náði ég í hann Binna minn og við brunuðum norður til tengdó til þess að vera hjá þeim þó svo að við höfum ekki náð í matartímann var sko komið með nóg af veitingum handa okkur og þvílíkt gott að borða Wink við vorum komin norður um 9 leytið og náðum því að borða og horfa svo á áramótaskaupið sem mér fannst persónulega vera leiðinlegasta skaup sem nokkru sinni hefur verið gert. En þetta kvöld var alveg frábært sérstaklega þegar farið var að skjóta upp flugeldum og auðvitað verður minnisstætt þegar spilað var actonary hehehehe
Hildur Edda og Sigga fóru á kostum ásamt tengdamóður minni ég man ekki eftir að hafa hlegið svona mikið áður.. hehe tók líka helling af myndum að þessu atburðum og á sko eftir að setja á disk handa þeim til að skoða.  Svo var haldið heim á leið seinni partinn á nýársdag bæði hálf þreytt og undin en gott að komast heim lögðumst upp í sófa og horfðum á imbann eða það sem eftir var af dagskránni en ég held að ég hafi sofið yfir einhverju af því.. hehe
Svo hafa verið tvær afmælisveislur núna bæði annan og þriðja janúar.. Afi Binna átti afmæli þann 2. janúar og við tókum upp á því að elda fyrir hann góðan mat og vorum með gesti þegar að þau komu heim. En því miður var hann ekki tilbúinn á réttum tíma því að það varð allt rafmagnslaust hérna og ég átti eftir að gera nokkra hluti þannig að maturinn varð víst ekki fyrr en um áttaleytið þegar loks komst á rafmagn hérna aftur.  Svo 3. jan átti hún Tobba okkar afmæli og bauð í kaffi þeim sem vildu koma og auðvitað fórum við til hennar í kaffi og kökur þannig að ég held að það sé í fyrsta skipti í dag sem ekki hafa verið kökur á borðum hérna síðan rétt fyrir jólin.. hehe en þetta er búið að vera ágætt og nú er allt að komast í fastar skorður aftur. Cool
En þetta er svona það mesta sem hefur verið að gerast hjá mér þessa dagana, fyrir utan það að nú gengur um veðmál hvort að ég er með stelpu eða strák, flestir eru alveg ákveðnir að þetta verði stelpa en tvær hafa ákveðið að þetta sé strákur.. á ég að kíkja ?? eða bara bíða fram á vor ?? hehe það er spurning??????????????????????????????????????????????????????????????????????????
Linda systir mín sagði við mig þegar að ég sagði henni að ég væri ólétt að henni hafi dreymt að ég og Binni ættum litla stelpu Grin hún var sú fyrsta til þess að segja að þetta væri stelpa en svo er bara að sjá hvort hún hafi rétt fyrir sér ( en það er alloft sem það er )
Læknirinn sem sér um sónarinn hjá okkur segir að barnið sé svolítið stríðið þar sem að það vildi ekki leyfa honum að skoða sig alveg nógu vel fyrst til að byrja með snéri bara rassinum í okkur á myndum, ég er alveg viss um að þetta kemur úr föðurætinni, ekki er ég svona heheh Whistling
en jæja ætla að láta þetta nægja í bili og skrifa aftur hérna síðar hvenær sem það verður.
kveðja að austan til ykkar hinna
Helga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var mikið!! ég segi nú bara ekki annað ;) En já ekki var nú leiðilegt hérna á gamlárskvöldinu ;) Actionary alveg ógelimanlegt held ég... ;);) En þú kíkir bara EKKI NEITT!!!  það er alveg bannað!!!! En jæja ég fer að kikka til ykkar vonandi  er eigilega hálf slöpp... :( Fór heim úr vinnunni vegna verkja í maganum og bara alstaðar  hatetta :( En jæjs bið heeeyrumst :**

Jónínan (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 22:27

2 identicon

Takk fyrir síðast. Gaman að fá ykkur í heimsókn þó þetta væri ekki mjög langt stopp. Vonandi sjáumst við bara fljótlega aftur.

Kveðja

Mamma........ 

Margrét Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 10:30

3 identicon

Jibbý:) Loksins koma fréttir frá ykkur ...... Gaman að hitta ykkur hérna í síðustu viku...gerum meira af því.

Magga holtabúi (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

strumpaálfur

Höfundur

Helga Björg Garðarsdóttir
Helga Björg Garðarsdóttir
hmm sko lýsingu á mér ætti ekki að þurfa en ég skal skrifa eitthvað smá til þess að gefa ykkur hugmynd um hver ég er. Ég er frekar róleg og brosmild manneskja en er mjög opin og alltaf til í að tala um alla hluti. Ég elska að taka myndir sem er eitt af mínum aðaláhugamálum nú í dag. veit ekki hvað ég á að segja hérna meira þannig að ég læt þetta bara nægja. Það er bara eitt orð yfir mig og það er ENGILL!

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ag_2006_206
  • Sólsetur
  • Arnarstapi
  • í Ljósaskiptum
  • sólsetur við fljótið

Fólk

www.lsk.is

vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a

www.slfi.is

heimasíðan þar sem ég er að vinna

www.austurland.is

Egilsstaðir og umhverfi

www.maggajons.blog.is

heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott

www.eythoringi.blog.is

heimasíða frænda míns á Akureyri

www.dalir.is

heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu

Tónlist

www.eurovision.is

allt um Eurovision fyrir þá sem vilja vita ;)

  • Sylvía Nótt - Eurovision in Athens 2006 - Til hamingju Ísland****


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband