27.4.2006 | 11:10
peysufatadagurinn hjá versló
Jæja í dag er kominn sá dagur að hún Benedikta litla systir mín er að klæðast peysufötum en því miður þá er öll dagskráin fyrir hádegi þannig að maður kemst ekkert til þess að horfa á hana dansa eða neitt þannig ég sem ætlaði að taka myndir af henni þarna.. jæja það verður bara að láta hana fara í upphlutinn aftur síðar og þá verða teknar myndir af henni... það verður bara gaman en ég vona að hún njóti dagsins þessi litla elska..
En það er ótrúlegt hvað tæknin er orðin frábær í dag. Það er hægt að fara og láta laga sjónina í sér hvort sem maður er fjarsýnn eða nærsýnn .. það er bara gert á nokkrum mín.. og þá losnar maður við gleraugun.. alveg væri ég til í það en samt sem áður þá held ég að ég þori því ekki.. hehe algjör kjúklingur. Kallinn minn fór nú í þetta í gær og það tók sko ekki langan tíma en ótrúlegt hvað hann er bara farinn að sjá vel á nokkrum mínútum.. þetta er algjör lúxus. Það á eftir að taka soldinn tíma að venjast honum án gleraugna en samt bara flott
Nú sit ég hérna fyrir framan tölvuna í vinnunni og reyni að hafa eitthvað fyrir stafni.. það er frekar rólegt í dag (því miður) en svona er lífið ég get þá bara reynt að koma einhverju svona frá mér í staðinn. En í dag er ég bara að vinna hálfan daginn svo að þetta líður kannski bara hraðar. Er að fara svo eftir hádegi og sækja um leiguíbúð hjá Búseta.. flott íbúð en hún er 3ja herb. en ekki svo dýr leigan á henni þannig að kannski að það sé bara gáfulegt ha!!!!!!! en svo þarf ég nú að fara að hringja í leigusalann minn til þess að athuga með nýja íbúð hjá honum helst þá tveggja herbergja.. það væri gaman að geta tekið upp úr kössunum hehe þá kannski sé ég hvað ég á af dóti.. hehe
Um helgina er Eyþór frændi að koma með hele familien.. ég vona að ég geti hitt þau eitthvað það er svo langt síðan að ég hitti þau.
en því miður þá er kallinn minn að fara austur á morgun og kemur ekki aftur fyrr en á þriðjudagskvöld... ég er að vorkenna sjálfri mér hehe og þið hin megið alveg sýna smá samúð..
jæja ég ætla að fara að hætta þessu rugli og reyna að vinna eitthvað þó svo að ég hafi lítið að gera í dag en það vonandi verður meira á morgun.
kv. Helga B.. ( 61 dagur í 30 árin)
Um bloggið
strumpaálfur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Fólk
www.lsk.is
vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a
www.slfi.is
heimasíðan þar sem ég er að vinna
-
Sjúkraliðafélag Íslands
sjúkraliðafélagið
www.austurland.is
Egilsstaðir og umhverfi
-
Um Austurlandið
Egilsstaðir
www.maggajons.blog.is
heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott
www.eythoringi.blog.is
heimasíða frænda míns á Akureyri
www.dalir.is
heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.