5.11.2006 | 14:46
Sunnudagurinn 5.nóvember 2006
Jæja í dag er kominn sunnudagur og það er brjálað veður hérna og björgunarsveitin á fullu í útkalli allsstaðar á austurlandi.. Sem betur fer erum við búin að festa allt lauslegt hérna heima við. Erum búin að vera á fullu að rýja og klára heimaslátrun en þurftum að slútta því vegna veðurs í dag. Það er búið að vera frekar mikið að gera hjá mér undanfarið og ýmisar fréttir sem hafa heyrst. Hérna kemur það .. Það er von á fjölgun í fjölskyldunni hjá okkur og er ég sett á þann 19. maí næstkomandi. Í gær voru liðnar 12 vikur eða réttara sagt 3 mánuðir og allt í góðu standi. Fór í sónar á miðvikudaginn síðasta og fékk meira að segja myndir og alles bara snilld. Ég er reyndar soldið forvitin og langar að vita hvort þetta er strákur eða stelpa en Binni vill ekki kíkja þannig að ég verð að halda aftur af forvitninni þangað til að það kemur að þessu hehe en það er bara í góðu lagi. Ekki það að ég má ekki orðið fara í búðir öðruvísi en að skoða barnaföt og allt sem börnum tengist hehe ég hlakka svo til og það eru allir voða spenntir að fá nýjan meðlim í fjölskylduna. Svo er það auðvitað að í föðurættinni er ég víst elst þannig að það fer að líða að því að frænkur mínar séu næstar.. (Þetta var svo sem skot á hana Auði frænku ) hehehe svo fer að líða að því að Hjördís og svo Linda systir komi þar á eftir en í móðurættinni eru Helga frænka og Benedikta systir en þær þurfa að bíða soldið mikið lengur en spurning hvort að Magga frænka mín fari að bæta einu við í viðbót.. heheheheh Ekki það að Eyþór frændi minn og hans yndislega kona og frábærasta persóna Erna bumbus eru að koma með eitt í mars sem þýðir að Amma fær langömmubarn í afmælisgjöf það er snilld
Svo er það hún Gréta mín sem er sko ólétt líka og á að eiga barn bara rétt viku á undan mér það er svo æðislegt og ég hlakka til að sjá hvort verður hjá henni strákur eða stelpa.
Jæja best að hætta þessu bulli og athuga hvernig gengur hjá Björgunarsveitinni að redda öllu ruglinu í þessu leiðindarveðri en ég reyni og ég endurtek ég reyni að skrifa meira inn fljótlega +
kær kveðja ykkar Helga
Um bloggið
strumpaálfur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Fólk
www.lsk.is
vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a
www.slfi.is
heimasíðan þar sem ég er að vinna
-
Sjúkraliðafélag Íslands
sjúkraliðafélagið
www.austurland.is
Egilsstaðir og umhverfi
-
Um Austurlandið
Egilsstaðir
www.maggajons.blog.is
heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott
www.eythoringi.blog.is
heimasíða frænda míns á Akureyri
www.dalir.is
heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með tilvonandi nýja fjölskyldumeðliminn :-) vonum allt gangi vel og braggast vel.. hmm stelpa eða strákur já verður forvitnilegt en samt breytir litlu meðan það er heilbrigt.. barn er barn og alltaf gaman þegar þau verða til undir réttum kringumstæðum, en já þetta hefur þá alltaf staðist hjá mér þú yrðir fyrst af okkur.. ótrlúlega mikið sem þú ekki verið sammála mér um þetta en já stundum er ég nú ekki svo vitlaus :-) hehe gangi þér vel með þetta allt saman kv Þóra
Þóra Steinunn (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 09:03
Enn og aftur til hamingju með bumbugullið þitt :) Ég hef það á tilfinningunni að þetta sé stelpa!
Það hlaut að koma að þessu í ættinni okkar. Amma og afi verða jú bara áttærð þegar fyrsta barnabarnabarnið kemur =) Heldur betur komin pressa á okkur Ella. Verðum að vera dugleg að æfa okkur :) hehe
Farðu vel með þig og litla babyið :)
KV. Auður
Auður Björg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.