síðan síðast..

Hlæjandijæja gott fólk, síðan að ég skrifaði hérna síðast er ég sko búin að fara í smá ferðalag. Við fórum norður á Húsavík til þess að fara með lömb í sláturhúsið og við ákváðum að taka bara daginn og ferðast aðeins á leiðinni tilbaka. En allavega þá lögðum við af stað héðan að heiman klukkan hálf sjö að morgni til vegna þess að lömbin okkar áttu að fara í gegn um hálf 10 þannig að við urðum að vera mætt þá. Við vorum komin á Húsavík um 9 leytið og ákváðum að fá okkur eitthvað í gogginn og svo skoða Húsavíkurbæ. Við fórum smá rúnt þarna en fórum svo yfir í Norðlenska til þess að ganga frá öllu þar. Það var búið svona cirka um hádegi þannig að eftir það fórum við að skoða Hvalasafnið sem var svo sem ágætt maður sá ýmsa hluti þarna sem ég hafði ekki áður séð og eins hvernig þetta fer nú allt fram bæði hvalveiðar og hvalaskoðun, afsakið en þetta fer ekki alveg saman. eftir að við fórum þaðan keyrðum við ströndina tilbaka og skoðuðum Kópasker, Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafjörð og Vopnafjörð en þangað hef ég nú komið áður. Sko Kópasker er lítill bær sem er að deyja út og ég myndi aldrei vilja búa þar, Raufarhöfn er sko enn verri því að þar er ekki einu sinni kaupfélag eða neitt álíka, við ætluðum nú að koma við í sjoppu þarna sem við sáum en nei takk þá er hún víst bara opin frá 16-18 alla virka daga.. Halló fólk fáið ykkur líf.. !!! hehehehe þetta er ekki einu sinni svona slæmt í Búðardal og þá er nú mikið sagt. En jæja svo fórum við nú í gegnum Þórshöfn sem er hvað eigum við að segja skárri.. ekki mikið en samt menningarstaður það er meira að segja símaklefi þarna hehe. Þetta var ágætistferðalag þarna hjá okkur en svo komum við á Bakkafjörð og það er ekki hægt að segja neitt um það nema hann er varla til. En fallegasti staðurinn sem ég hef séð núna er Ásbyrgi, við ákváðum að fara þangað og skoða okkur um, ég tók þó nokkuð af myndum þar og er mjög ánægð með að hafa farið þangað.

Ásbyrgi er sem sagt í Jökulsárgljúfri sem er Þjóðgarður. Hægt er að labba frá bílastæðinu á göngustíg niður að Botnstjörn, í skóginum þarna er allt í náttúrulegu Birki með reyniviðartrjám. Trén þarna eru rosalega hávaxin og það er vegna þess að klettarnir í Ásbyrgi sem mynda skeifu sleipnis veita trjám og öðrum gróðri mikið skjól. En allavega þá var eini fuglinn sem við sáum þarna Fýllinn, en stundum sér maður Skógarþröst, hrossagauk eða rauðhöfðaendur. Á veturna snjóar mikið inn við Ásbyrgi og sér maður það á brotnum trjágreinum sem hafa látið undan snjóþunga. Einstaka sinnum er hægt að sjá Óðinshana þarna en ótrúlegt en satt þá er kynjahlutverkið hjá þeim miklu jafnara en hjá okkur mannfólkinu heheh það er karlfuglinn sem sér um að liggja á eggjunum en kvenfuglinn aflar matarins.. hehehehehehe.. Fýllinn er samt mest þarna. Fýll er sjófugl sem byrjaði að verpa í björgum  Ásbyrgis í kringum 1970 og í dag er talið að um 1200 pör verpi þar. Frá Jökulsárgljúfrum að Dettifossi eru um 25 km.  Við Botnstjörn er lítill lækur sem fellur ofan af klettinum og er hann ógnarsmár í samanburði við þann vatnsflaum sem gróf út Ásbyrgi fyrir um þúsundum ára síðan. Talið er að svo kölluð hamfarahlaup með upptök sín í Vatnajökli hafi grafið út Ásbyrgi fyrir um 2000- 4500 árum síðan. Gífurlegt vatnsmagnið fyllti árfarveginn og fann sér leið norður yfir heiðina við Kvíar. Á leiðinni sópaði það með sér hraunlögum og gróf út byrgi og skildi eftir klettaeyjar. Ein þeirra er eyjan sem er í Ásbyrgi en hún skiptir byrginu í tvennt. Önnur skemmtileg kenning segir að Ásbyrgi sé myndað af Sleipni, hesti Óðins.  En sagan segir að hann hafi verið á ferð sinni um himinhvolfin hafi hesturinn óvart spyrnt einum af sínum átta fótum í svörðinn og um leið myndað hið hóflaga Ásbyrgi. Frá Útsýnishæðinni sést vel yfir skóginn í Ásbyrgi. Þarna finnast líka tvær tegundir af plöntum sem er skondið nafn á það er barnarót og friggjargras, Ísland er eina landið í Evrópu þar sem friggjargras vex villt en tegundin finnst í Norður - Ameríku. Friggjargras dregur nafn sitt af frjósemisgyðjunni Frigg en fólk trúði á áhrifamátt plöntunnar í ástarmálum. Rétt við tjörnina stendur líka danspallurinn sem notaður er fyrir tónleika og fleira sem haldið hefur verið í Ásbyrgi, þessi pallur var reistur árið 1950 en þá voru sko Ásbyrgishátiðirnar í hámarki, fyrir þeim stór Ungmennasamband Norður - Þingeyinga.

Jæja ég læt þetta nægja í bili skrifa aftur miklu síðar.. hehehe allavega í næstu viku
kær kveðja til ykkar allra
jólastrympa ..
p.s. það eru bara 96 dagar til jóla Hlæjandi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Steinunn Harðardóttir

Hó hó hó jóla hvað..... hvernig gengur með jólahúsið.. er það ekkert að fara að sýna sig þarna á Austurlandinu eða...

kv

Þóra

Þóra Steinunn Harðardóttir, 25.9.2006 kl. 17:34

2 identicon

Já Helga mín loksins er einhver sammála mér að Ásbyrgi sé einn af fallegustu stöðum Íslands reyndar í mínum huga sá fallegasta enda alin upp í þessari sveit og sótti böllin á pallinum inni í Byrgi og Ómar Ragnarsson skemmti heldur betur mikil snilld.....fallegast sveit landsins gott fólk ójá og þaðan er ég ekki að undra þó maður sé eins og maður er fallegur og flottur þingeyingur með mikið af hreinu og góðu lofti og hananú:)

Ernan (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 14:55

3 identicon

Tell tell tell :D:D:D Víííííííí!!!!!!

Jónína (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

strumpaálfur

Höfundur

Helga Björg Garðarsdóttir
Helga Björg Garðarsdóttir
hmm sko lýsingu á mér ætti ekki að þurfa en ég skal skrifa eitthvað smá til þess að gefa ykkur hugmynd um hver ég er. Ég er frekar róleg og brosmild manneskja en er mjög opin og alltaf til í að tala um alla hluti. Ég elska að taka myndir sem er eitt af mínum aðaláhugamálum nú í dag. veit ekki hvað ég á að segja hérna meira þannig að ég læt þetta bara nægja. Það er bara eitt orð yfir mig og það er ENGILL!

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ag_2006_206
  • Sólsetur
  • Arnarstapi
  • í Ljósaskiptum
  • sólsetur við fljótið

Fólk

www.lsk.is

vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a

www.slfi.is

heimasíðan þar sem ég er að vinna

www.austurland.is

Egilsstaðir og umhverfi

www.maggajons.blog.is

heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott

www.eythoringi.blog.is

heimasíða frænda míns á Akureyri

www.dalir.is

heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu

Tónlist

www.eurovision.is

allt um Eurovision fyrir þá sem vilja vita ;)

  • Sylvía Nótt - Eurovision in Athens 2006 - Til hamingju Ísland****


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband