heyskapur á fullu

Jæja þá er kominn tími á smá blogg frá mér... hehe nú er heyskapurinn alveg á fullu og Binni úti allan daginn að reyta gras.. ;) hehe og ótrúlegt en sattttttt þá fékk ég að prófa að slá og það var geggjað gaman nema það að honum fannst ég heldur lengi að þessu til að byrja með en það er bara í góðu lagi.. gaman að keyra traktorinn ;) hehe í dag er sko átján stiga hiti, heiðskýrt og logn og sólin skín og skín :):):) Í gærkvöldi tók Binni vakt fyrir björgunarsveitina í Atlavík og ég fékk að fara með honum í það, þetta var alveg ágætt en það voru um 700 manns þarna að tjalda en flest allt fjölskyldu fólk þannig að það gekk ekkert mikið á þarna. Við þurftum bara að biðja fólk um að slökkva varðelda sem það var búið að kveikja sem má ekki og þau gerðu það.. kom eitt tilvik með brunasár á hendi og greyið litla stelpan grét svo mikið og ég fann svo til með henni en ég bjó um sárið og lét mömmu hennar hafa umbúðir til þess að skipta en sagði henni að láta líta á þetta á heilsugæslunni hér ef þetta lagaðist ekki í nótt, vona bara að þetta hafi bjargast allt saman. Við yfirgáfum svo svæðið um 3 eða 4 og lokuðum svæðinu. Skiluðum bílnum af okkur austur í Björgunarsveitarhús og hittum hann Nikka kallinn þar, greyið að fríka út.. hehe en hann hefur nú bara gott af því..
En í dag heyrði ég í henni Þóru vinkonu og það var bara gaman.. :):):):) hlakka til að hitta hana fljótlega þegar að ég fer suður næst. En Jónína mín því miður kemst ég ekki á msn í tölvunni hérna þar sem að það opnast ekki og eitthvað vesen þannig að ég verð bara að bjalla í þig við tækifæri ;)
ég er sko líka farin að telja dagana þangað til að við förum til Tenerife :):):) gaman gaman.. var að skoða kynningu á Tenerife í tölvunni og ég er orðin óð .. hehe mig langar svo í dýragarðinn og skoða höfrungana, hvalina, apana, górillurnar og allt þetta :):):) þetta verður geggjað gaman :):) og svo kannski bara að versla svona smá :):) hehe alltaf gaman að fara í búðir... heheheheh það er bara mánuður þangað til að við förum út.

jæja ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í dag, fara og finna mér eitthvað að borða og sjá svo hvort það er eitthvað sem ég get gert þarna úti, því mér er farið að leiðast að hanga svona inni ein, kannski að maður reyni að fara bara austur í Egilsstaði og sjá hvort það er eitthvað að gerast þar... en heyri betur í ykkur öllum síðar.
Kær kveðja
Helga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki nema 22 dagar í þetta :D:D:D eða reyndar lengar fyrir þig :( eeen bara viku lengra :D:D:D Vííí já vá þetta verður svoooo gaman :D:D:D En já heyrðu endilega í mér einhverntímann :D Bæbæ sæta mín :-*

Jónínan ;) (IP-tala skráð) 17.7.2006 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

strumpaálfur

Höfundur

Helga Björg Garðarsdóttir
Helga Björg Garðarsdóttir
hmm sko lýsingu á mér ætti ekki að þurfa en ég skal skrifa eitthvað smá til þess að gefa ykkur hugmynd um hver ég er. Ég er frekar róleg og brosmild manneskja en er mjög opin og alltaf til í að tala um alla hluti. Ég elska að taka myndir sem er eitt af mínum aðaláhugamálum nú í dag. veit ekki hvað ég á að segja hérna meira þannig að ég læt þetta bara nægja. Það er bara eitt orð yfir mig og það er ENGILL!

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ag_2006_206
  • Sólsetur
  • Arnarstapi
  • í Ljósaskiptum
  • sólsetur við fljótið

Fólk

www.lsk.is

vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a

www.slfi.is

heimasíðan þar sem ég er að vinna

www.austurland.is

Egilsstaðir og umhverfi

www.maggajons.blog.is

heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott

www.eythoringi.blog.is

heimasíða frænda míns á Akureyri

www.dalir.is

heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu

Tónlist

www.eurovision.is

allt um Eurovision fyrir þá sem vilja vita ;)

  • Sylvía Nótt - Eurovision in Athens 2006 - Til hamingju Ísland****


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband