síðasti dagurinn í bili

Jæja allir .. Nú er komið að því að fara að taka tölvuna úr sambandi og ganga frá henni út í bíl í kvöld. Ég er alveg á fullu að klára það síðasta sem ég get gert áður en ég fer austur :) ótrúlegt hvað íbúðin er allt í einu orðin tóm, enda er allt dótið mitt nánast komið niður á Silfurteig hjá henni Erlu frænku hans Binna sem var svo yndisleg ásamt tengdaforeldrum mínum að geyma þetta fyrir mig í smátíma. Ég verð líklega að klára að pakka saman ekki seinna en í hádeginu á morgun því að svo á ég eftir að þrífa íbúðina og afhenda lyklana. Úff það er ekkert smá mikið verk að flytja svona pakka niður og taka svo upp síðar meir.  Ég er farin að hlakka rosalega til að komast í burtu héðan úr íbúðinni þar sem að það liggur við að löggan sé orðin daglegur gestur hérna vegna ýmissa vandkvæða en svona er lífið bara. Ég legg af stað af öllum líkindum norður yfir heiðar á fimmtudaginn en ætla svo kannski að gista með henni frænku minni einhversstaðar á leiðinni en ef ekki þá fer ég af stað á föstudagsmorguninn og keyri bara alla leið norður á Akureyri :) Þar ætlum við Binni að gista hjá Möggu, Gunna og Jónínu yfir helgina. Þarf nú að kíkja á nýja gæludýrið hennar Jónínu heheh nema að hún hafi látið sig hverfa.. ;) hehehe..
Jæja ég held ég láti þetta nægja í bili en ég reyni að skrifa aftur hérna fljótlega eftir helgina, þangað til þá kveð ég í bili og segi bara hafið þið það sem allra best og sjáumst vonandi aftur síðar ;)
kær kveðja
Helga B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð norður og svo austur og gangi þér sem allra best í nýja lífinu á austfjörðum.. :-) Farðu þér ekki að voða í sveitinni..

Þóra St (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 14:38

2 identicon

heyrðu já hún er horfin... og ég eeeefast um að þig hefði langað að sjá hana ;);) híhí!! En hlakka til að hitta ykkur :D

Jónííííííína :D (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

strumpaálfur

Höfundur

Helga Björg Garðarsdóttir
Helga Björg Garðarsdóttir
hmm sko lýsingu á mér ætti ekki að þurfa en ég skal skrifa eitthvað smá til þess að gefa ykkur hugmynd um hver ég er. Ég er frekar róleg og brosmild manneskja en er mjög opin og alltaf til í að tala um alla hluti. Ég elska að taka myndir sem er eitt af mínum aðaláhugamálum nú í dag. veit ekki hvað ég á að segja hérna meira þannig að ég læt þetta bara nægja. Það er bara eitt orð yfir mig og það er ENGILL!

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ag_2006_206
  • Sólsetur
  • Arnarstapi
  • í Ljósaskiptum
  • sólsetur við fljótið

Fólk

www.lsk.is

vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a

www.slfi.is

heimasíðan þar sem ég er að vinna

www.austurland.is

Egilsstaðir og umhverfi

www.maggajons.blog.is

heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott

www.eythoringi.blog.is

heimasíða frænda míns á Akureyri

www.dalir.is

heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu

Tónlist

www.eurovision.is

allt um Eurovision fyrir þá sem vilja vita ;)

  • Sylvía Nótt - Eurovision in Athens 2006 - Til hamingju Ísland****


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband