Loksins skrifa ég aftur.. hehe

Jæja síðan að ég skrifaði síðast þá hefur auðvitað eitthvað gerst hjá mér eins og venjulega. Ég var sem sagt fyrir austan síðustu helgi sem sagt Eurovision helgina.. svo eftir að ég kom heim var mikið rætt og teknar miklar ákvarðanir. Fyrir ykkur sem ekki vita þetta ennþá þá er ég að flytja mig um set og fer frá höfuðborginni alla leið austur á land :):) ekkert smá ánægð með þá ákvörðun, þetta var mikið rætt og farið fram og tilbaka en á endanum kom sú niðurstaða að þetta væri eina vitið eins og staðan er í dag. Ég mun sem sagt flytja í byrjun Júlí. Á morgun verður svo íbúðinni sagt upp en ég verð þar og að vinna hérna út júní mánuð.  Hef fengið mjög góðan stuðning frá öllum þegar að ég hef sagt frá þessu sem betur fer. Ég er virkilega farin að hlakka til að komast í sveitina og vera þar. En allavega að öðru málefni, mamma og pabbi komu heim frá Kína í gærkvöldi þvílíkt brún og sælleg og voða ánægð með góða ferð. Þau eru sem sagt búin að hlaupa á kínamúrnum, hjóla 57 km í 40 stiga hita og fara í fjallgöngu. Þau versluðu ekki mikið þarna úti enda ekki mikið hægt að kaupa þar en komu nú samt heim með minjagripi úr ferðinni. Pabbi minn auðvitað þurfti að kaupa sér minjagrip sem hann komst með heim, sem að flestir myndu nú ekki leggja í að gera en það var bara fyndið þegar að hann sagði frá því þegar ég hitti þau í gær.  Ég er ekki frá því að þau hafi verið soldið þreytt þegar að þau komu heim í gær enda búin að vaka í rúmlega sólarhring, vá væri ég ekki orðin þreytt eftir það.. hehe en svona er þetta nú hjá þeim. Jæja ætla að láta þetta duga í dag er í vinnunni og svo þegar að ég kem heim þá verður byrjað á því að fara í gegnum kassa og henda fullt af dóti sem ég hef sko ekkert við að gera.. hehe (yeah right ) þetta sagði ég nefnilega líka þegar að ég drattaðist til þess að flytja frá mömmu og pabba.. ;) snillingur ég..!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

kær kveðja til ykkar allra frá mér og sjáumst sem fyrst                                    
Helga Björg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með ákvörðunina og flutningana :-) Austurland veit ekki hvað býður þeirra augljóslega..heheh nei djók.. njóttu þess og gangi þér vel

Þóra Steinunn (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

strumpaálfur

Höfundur

Helga Björg Garðarsdóttir
Helga Björg Garðarsdóttir
hmm sko lýsingu á mér ætti ekki að þurfa en ég skal skrifa eitthvað smá til þess að gefa ykkur hugmynd um hver ég er. Ég er frekar róleg og brosmild manneskja en er mjög opin og alltaf til í að tala um alla hluti. Ég elska að taka myndir sem er eitt af mínum aðaláhugamálum nú í dag. veit ekki hvað ég á að segja hérna meira þannig að ég læt þetta bara nægja. Það er bara eitt orð yfir mig og það er ENGILL!

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ag_2006_206
  • Sólsetur
  • Arnarstapi
  • í Ljósaskiptum
  • sólsetur við fljótið

Fólk

www.lsk.is

vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a

www.slfi.is

heimasíðan þar sem ég er að vinna

www.austurland.is

Egilsstaðir og umhverfi

www.maggajons.blog.is

heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott

www.eythoringi.blog.is

heimasíða frænda míns á Akureyri

www.dalir.is

heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu

Tónlist

www.eurovision.is

allt um Eurovision fyrir þá sem vilja vita ;)

  • Sylvía Nótt - Eurovision in Athens 2006 - Til hamingju Ísland****


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband