19.5.2006 | 14:52
dagurinn eftir Eurovision
Jæja þá er Eurovision keppnin búin fyrir okkur íslendingana.. hehe enda floppaði Sylvía Nótt hrottalega og var sko illa púuð niður á sviði þegar að hún lét sjá sig og einnig þegar að hún endaði. Það er bara ekkert skrýtið þar sem að hún er búin að haga sér alveg eins og hálfviti þarna í Grikklandi. Ég ætla rétt að vona að hún haldi ekki að hún sé einhver fullkomin auglýsing fyrir okkur, því framkoma hennar og flutningur á laginu var hreint út sagt HÖRMULEG... þetta var það versta sem ég hef heyrt lengi og þá er nú mikið sagt miðað við sum lögin sem komu þarna fram. En ég er ánægð með að Svíar og Finnar komust áfram þá eru nánast allar norðulandaþjóðirnar við sama borð á laugardaginn kannski veitt bara ekkert af því að skrá sig sem danskan ríkisborgara núna.. hehehehe.. það er alveg bókað mál að ég ætla að kjósa dani á laugardaginn Þið sem eigið eftir að lesa dv í dag ættuð að kíkja í blaðið .. þar er grein eða viðtal við móður Ágústu Evu þar sem að hún neitar að gangast við Sylvíu Nótt.. enda kannski ekkert skrýtið þar sem að hún er bara persóna sem búin var til en leiðinleg samt.. Jæja maður ætti að hætta þessu tuði og hafa bara gaman af keppninni á laugardaginn og styðja danina út í eitt.. hehehe eða eitthvað álíka. Ég ætla að láta þetta nægja í bili þar sem ég er að vinna og er svo að fara austur eftir 5 tíma vá hvað ég hlakka til.. heheh
kveðja Helga B
Um bloggið
strumpaálfur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Fólk
www.lsk.is
vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a
www.slfi.is
heimasíðan þar sem ég er að vinna
-
Sjúkraliðafélag Íslands
sjúkraliðafélagið
www.austurland.is
Egilsstaðir og umhverfi
-
Um Austurlandið
Egilsstaðir
www.maggajons.blog.is
heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott
www.eythoringi.blog.is
heimasíða frænda míns á Akureyri
www.dalir.is
heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyrðu! "bóndakella" tollir þú ekkert hér í höfuðborginni lengur? þú veist að þú hefur ekkert talað við okkur jenna,skaðvaldinn og mig td um þessar ferðir þínar austur og svo fer að koma að stóra deginum með gráum hárum og nýjum áratug :) og þá á að muna eftir vinum þínum er það ekki eða?????????????
þetta er skrifað á netinu beint úr breiðholti
Siggi frændi
siggi frændi (IP-tala skráð) 19.5.2006 kl. 15:24
Helga Björg, hvaða leti er þetta hjá þér???? Byrjaðu nú að blogga aftur , eða ertu kannski hætt með enn eina síðuna ;)
Elsa (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.