18.5.2006 | 14:52
Eurovision kvöld..
Jæja þá er fimmtudagurinn 18.maí kominn upp.. hehe og Eurovision kvöld framundan, ég er að vinna sem sagt til 5 í dag en verð svo hjá henni Þóru vinkonu minni að horfa á þessa örlagaríku keppni þar sem að Sylvía Nótt á eftir að floppa feitt út.. og Ísland fær aldrei aftur að taka þátt.. hehehe, ef hún kemst upp úr keppninni sem sagt verður ein af efstu 10 sætum þá skal ég éta allt sem ég hef sagt um hana aftur ofan í mig.. heheh (ætla sko ekki að fara að lofa einhverju miklum aðgerðum, sérstaklega ef ég verð látin standa við þetta) hehe EN ég ætla nú samt svona kannski bara smá að halda með henni en bara smá. heheh en viti menn nú eins og alltaf er BT að auglýsa það að komir þú og kaupir sjónvarp (flatskjá) hjá þeim færðu hann endurgreiddann ef ísland vinnur bíddu halló er verið að tala um keppnina í kvöld eða bara almennt?????? það kemur ekki fram í auglýsingunni. Og hvaða heilvita maður tekur þátt í svona bulli.. það vita það allir að við getum þetta ekki og því þá að gera sér þessar vonir.. halda þeir virkilega að fólk sé svona vitlaust að falla fyrir þessu í þetta skiptið.. er ekki alveg allt í lagi heima hjá þessu fólki sem stjórnar þessu.. hehehe En yfir að allt öðru .. vissuð þið að Kína er heilum 8 tímum á undan okkur.. :) heyrði sem sagt aðeins í mömmu í gær og þau voru um það bil að fara að sofa þar enda búin að ferðast í sólarhring. það hlýtur að vera þreytandi allt þetta flug :) en vonandi skemmta þau sér bara vel þarna úti ;) jæja læt þetta nægja í bili.. fyrir utan eitt núna eru 28 tímar þangað til að ég kemst austur ;););) bara gaman. Kveðja frá mér til ykkar allra
Helga B
Um bloggið
strumpaálfur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Fólk
www.lsk.is
vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a
www.slfi.is
heimasíðan þar sem ég er að vinna
-
Sjúkraliðafélag Íslands
sjúkraliðafélagið
www.austurland.is
Egilsstaðir og umhverfi
-
Um Austurlandið
Egilsstaðir
www.maggajons.blog.is
heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott
www.eythoringi.blog.is
heimasíða frænda míns á Akureyri
www.dalir.is
heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.