16.maí 2006

Jæja þá situr maður í vinnunni og er að klára öll þau verkefni sem ég hef verið með í morgun. Búin að fara og ætlaði að skrifa undir vegna nýju íbúðarinnar en þá var sú sem sér um þetta allt saman bara orðin veik þannig að ég þarf að hringja þangað á morgun til þess að panta nýjan tíma. Þetta er vonandi allt í rétta átt. Það lítur út fyrir það að ég fái sem sagt íbúðina afhenta strax um mánaðarmótin :):):) Það væri snilld.  Í gærkvöldi þegar að ég var að fara heim frá Egilsstöðum var Binni kallaður út aftur í leitina og fór því um leið og ég fór á flugvöllinn og ég var að fá sms frá honum núna fyrir 10 mín síðan að hann væri á leiðinni heim aftur hann er sem sagt búinn að vera þarna í 18 tíma núna plús það sem hann var á sunnudag það var einnig um 17 tímar eða meira. Ekkert hefur fundist eða heyrst frá þessum unga pilti, því miður. Maður finnur svo til með foreldrum, ættingjum og vinum þessa stráks þar sem þau geta ekkert gert nema bara beðið og vonað, ekki það að ég á ekki von á því að hann finnist lifandi þar sem að svona langur tími hefur liðið frá því að hann hvarf og það hefur verið mjög kalt á þessu svæði og snjóaði þar á sunnudagskvöld og nóttina. Ég vona að hann finnist nú samt, hvort sem það er lifandi eða látinn. Því ef hann er ekki lengur hérna megin við móðuna miklu þá er nú samt betra fyrir foreldrana og þá sem standa honum næst að geta jarðsett líkamann. Annars verður sorgin svo miklu miklu meiri.. Gráta   Jæja nú ætla ég að fara að halda áfram að vinna en skrifa meira síðar.

kær kveðja frá mér til ykkar allra   Helga Björg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með íbúðina :) Núna ertu komin með stað fyrir afmælispartýið þitt :) :)

Elsa (IP-tala skráð) 16.5.2006 kl. 16:41

2 identicon

Hæ hæ Helga og til hamingju með nýju íbúðina :)

Karen Sóley (IP-tala skráð) 16.5.2006 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

strumpaálfur

Höfundur

Helga Björg Garðarsdóttir
Helga Björg Garðarsdóttir
hmm sko lýsingu á mér ætti ekki að þurfa en ég skal skrifa eitthvað smá til þess að gefa ykkur hugmynd um hver ég er. Ég er frekar róleg og brosmild manneskja en er mjög opin og alltaf til í að tala um alla hluti. Ég elska að taka myndir sem er eitt af mínum aðaláhugamálum nú í dag. veit ekki hvað ég á að segja hérna meira þannig að ég læt þetta bara nægja. Það er bara eitt orð yfir mig og það er ENGILL!

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ag_2006_206
  • Sólsetur
  • Arnarstapi
  • í Ljósaskiptum
  • sólsetur við fljótið

Fólk

www.lsk.is

vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a

www.slfi.is

heimasíðan þar sem ég er að vinna

www.austurland.is

Egilsstaðir og umhverfi

www.maggajons.blog.is

heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott

www.eythoringi.blog.is

heimasíða frænda míns á Akureyri

www.dalir.is

heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu

Tónlist

www.eurovision.is

allt um Eurovision fyrir þá sem vilja vita ;)

  • Sylvía Nótt - Eurovision in Athens 2006 - Til hamingju Ísland****


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband