4.5.2006 | 13:37
bara nokkrir dagar í viðbót
nú er það ákveðið að ég er að fara austur á miðvikudaginn næsta og kem ekki aftur fyrr en á mánudaginn eftir það.. það verður bara æðislegt að geta komist aðeins í sveitalífið.. ótrúlegt hvað manni finnst mikill munur að vera þar sem er minna stress og læti heldur en í borginni.. Það er svo sem ekkert skrýtið hehe Nú er sko komið að sauðburði þannig að það verður æðislegt að vera í kringum litlu lömbin. Svo ég minnist nú ekki á það að eyða þessum tíma með kallinum mínum. Ég held að á tímabili hafi maður ekki skilið hvað það var að þurfa að eyða svona miklum tíma með hinum aðilanum og ekki áttað sig á hvað þetta var í rauninni en í dag er ég alveg að sjá það að öðruvísi gengur þetta ekki upp nema að maður breyti hlutunum í kringum sig og raði sér soldið niður eftir því hvað er í gangi hverju sinni.. ég er strax farin að hlakka til að fara í flug á miðvikudagskvöldið og komast austur.. hehe en þarf víst að bíða samt í nokkra daga í viðbót það verður erfitt en hefst hehehe.. jæja ég held ég láti þetta nægja af mínum hugleiðingum núna en skrifa kannski aftur seinna í dag ef tími gefst er nefnilega að vinna
Helga B
Um bloggið
strumpaálfur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Fólk
www.lsk.is
vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a
www.slfi.is
heimasíðan þar sem ég er að vinna
-
Sjúkraliðafélag Íslands
sjúkraliðafélagið
www.austurland.is
Egilsstaðir og umhverfi
-
Um Austurlandið
Egilsstaðir
www.maggajons.blog.is
heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott
www.eythoringi.blog.is
heimasíða frænda míns á Akureyri
www.dalir.is
heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
afskaðu..en þetta komment þitt þennan daginn var það bara af því ég sagði þetta eða...hvað kemur til.. best bara að fólk lifi lífinu eins og það vill ekki eftir því hvað aðrir segja við þig!!!!!!!!!!!
?? (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 16:17
Það er ágætt að eyða tímanum með karlinum en ekki gleyma því að þú átt vini sem þarf líka að sinna og þeir eiga ekki endilega að lenda eftast í forgangsröðinni.. Vinir eru ekki sjálfsagður hlutur
óskráður (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 16:58
Vona að þú hafir það gott í sveitinni Helga mín og skoppir eins og englill á grænu engi í kringum nýfædd lömbin...líka svo hrikalega fallegt á austurlandi þó svo mér finnist nú alltaf sveitin mín standa uppúr af öllum stöðum:) Kv Ernan
Erna (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 14:21
Fær maður ekki að sjá kallinn þinn í brúðkaupinu heldurðu ekki að þú takir hann með þér?:) Okkur langar nú að sjá guttann....haha passaðu að hann eigi frí 1 júlí...knús Ernan
Erna (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 14:23
Gaman að það sem ég sagði við þig virðist koma á blað eins og væri þín uppgötvun.. en betra seint en aldrei.. og um að gera læra.. en þú bara nýtir "engla" taktana þína vel í sveitinni og hagar þér vel við lömbin..heheheheh góða skemmtun í sveitinni
kv
Galdrakerlingin
Þóra St (IP-tala skráð) 6.5.2006 kl. 12:52
Góða skemmtun í sveitinni dúllan:) Það verður geggjað hjá þér. Og takk fyrir frábæra helgi hjá okkur:) Erum duglegastar...kv..Magga
magga (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 20:53
Hvað ... ertu bara hætt að blogga ???? Enga leti Helga Björg farðu nú að blogga aftur :)
Prinsessan (IP-tala skráð) 8.5.2006 kl. 14:09
helga björg eru hætt að skrifa eða...hvað er þetta með þig stelpa.. ..heheh verður þetta kannski eins og síðasta síða.. byrjar vel og....heheheheh :)
jólasveinninn (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.