Færsluflokkur: Bloggar
11.3.2007 | 22:29
kvartið þið bara.. ;) hehe
jæja þá er best að blogga aðeins þar sem að það hefur verið kvartað um það að ég sé ekki nógu dugleg við þetta.. hehe ég veit ég veit.. bara mikið að gera eða eitthvað álíka..
það hefur nú ekki mikið verið að gerast fyrir utan þetta blessaða daglega líf.. en í dag eru 67 dagar í fæðingu.. ég er komin með grindargliðnun gaman gaman eða þannig. En örugglega alveg þess virði. Í dag höfum við bara verið að taka því rólega og slaka á svona fyrir utan það að þrífa húsið, garðinn og svo bílinn.. hehe enduðum á því að grilla okkur rosa góðan mat , alltaf gott að eiga mann sem er snilldarkokkur .. horfði á X-facto á föstudaginn þvílík spenna en úff þetta bjargaðist allt saman fyrir horn.. ef ég á að spá í það hverjir verða efstir þá eru það stelpurnar tvær frá Hveragerði, Jógvan þessi færeyski og svo Guðbjörg þessi 16 ára.. þetta eru snilldarhæfileikar hef undanfarna daga verið að skanna inn gamlar myndir sem ég á í myndaalbúmum og einnig myndir sem ég stal hjá henni ömmu minni og mömmu. Er sko að fara að búa til svona ættartré en vantar alveg myndir frá fjölskyldunni hans Binna en það er næst á dagskrá. Hef fengið að skoða fullt af myndum hjá henni Rósu okkar.. (frænka hans Binna) hún er svo FRÁBÆR og svo auðvitað Tobba.. sem er algjör snilld. Þetta er bara svona eitt af þeim verkefnum sem ég er að vinna í. Þannig að það er nóg að gera svona á daginn þegar að ég er að dunda mér hérna ein. Svo er farið að líða að því að hún Erna mín fari að gjóta hehe hún er sett á 20. mars og ég ætla að veðja að þau hjónin fái lítinn strák.. ;) en hvort sem það verður þá verður þetta krúttað barn hefur útlit frá báðum foreldrum hehe en föðurættin er auðvitað allt myndarlegt fólk
En hey ætla að koma af stað smá veðmáli hérna.. Hvort haldið þið að ég sé með stelpu eða strák?
endilega segið ykkar hugmyndir hérna inn og svo er bara að sjá hverjir hafa rétt fyrir sér
En jæja svo er að koma að stórafmæli í familiunni næstu daga.. hún amma mín verður sko áttræð og það verður haldið upp á það með pompi og pragt .. hlakka rosalega til að hitta hana aftur við skötuhjúin komum suður líklega nokkrum dögum áður til þess að hjálpa mömmu þeim með allt sem þarf að gera og eins til þess að taka allt til sem á að koma ömmu á óvart.. vona að hele familien geti komið til þess að fagna með henni en reyndar verða Eyþór og Erna öðrum hnöppum að hneppa.. hehe ala upp nýfætt barn.. Hey Erna ég skal veðja að ég hef rétt fyrir mér þetta verður lítill Marteinn hjá ykkur ;) hehehehe..
Jæja þetta er nóg handa ykkur kálhausunum í bili.. hehe djók
sé ykkur öll þótt síðar verði sum fyrr en önnur
kveðja úr sveitarblíðunni héðan að austan
Helga B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.1.2007 | 16:01
jæja kominn tími á þetta aftur.. hehe
Já það er kannski kominn tími til þess að blogga soldið um hvað er í gangi hérna hjá okkur ég segist alltaf ætla að vera dugleg við að blogga en einhvernveginn þá gerist það aldrei þannig að þið verðið bara að vera þolinmóð en allavega þá óska ég ykkur öllum Gleðilegs árs og þakka allt gamalt og gott á liðnum árum.
undanfarna tvo mánuði hefur nú kannski ekki mikið gengið á en búið að vera góður tími. Í dag er ég komin 5 mánuði á leið og gengur bara vel.
Desembermánuður fólst í því að versla jólagjafir og undirbúa jólin skreyta og margt fleira, við skreyttum garðinn hjá okkur bara nokkuð vel og ég var bara ánægð með það, húsið skreyttum við að mestu að framan en svo var sería í öllum gluggum hjá okkur auðvitað. Innandyra var vel skreytt enda nóg til að jólaskrauti hjá mér
Við fórum í sónar í byrjun desember og fengum myndir og alles af litla krílinu okkar, erum bæði farin að hlakka rosalega mikið til þegar að við loksins fáum litla barnið í hendurnar. Nöfn eru komin hvort heldur sem það verður strákur eða stelpa.
Jólin voru róleg hjá okkur og bara gaman, við flugum suður á Þorláksmessu og vorum hjá mömmu og pabba á aðfangadagskvöld, fengum fullt af flottum og góðum gjöfum frá báðum fjölskyldum sem var vel þegið og erum meira að segja búin að nota hluta af því. Fengum nokkrar bækur sem komu sér vel og það er greinilegt að ég fæ að safna Hagkaupsbókunum hehe.. Einnig fékk ég bók eftir hana Jóhönnu Vigdísi og hún er alveg frábær, góðar uppskriftir í henni.
Það var góður matur sem við fengum hjá henni mömmu á aðfangadagskvöld og mikið borðað, og þá sérstaklega ég eins og alltaf þá er rosalega gott að fá hamborgarahrygg með öllu meðlætinu.
Á Jóladag vorum við svo boðin í mat til ömmu og þar fengum við hangikjöt og alles. Reyndar fékk amma smá glaðining frá okkur þegar að við komum að austan en hún tímdi ekki að nota það ofan í okkur á jóladag hehehe.. Mamma og Pabbi fengu líka smá bita og fannst bara mjög gott, ég hélt að hann faðir minn ætlaði aldrei að ná nefinu upp úr pokanum, sem ég skil bara mjög vel þar sem að þetta er sko alveg ekta lykt og þá sérstaklega svona rétt fyrir jólin
En svo á annan í jólum var haldið heim á leið aftur með alveg jafn mikinn farangur og við fórum með suður en það er bara gott mál. Ég hef verið voðalega löt við að gera nokkuð hérna heima síðan um jólin en úr því verður bætt svona næstu daga. Á milli Jóla og Nýárs var Binni á fullu með björgunarsveitinni á Héraðinu við að undirbúa flugeldasölu og sýningu ásamt brennunni. Það var voða gaman að geta verið með honum í þessu og séð hvað þeir eru duglegir við þetta og spara sko ekkert til, bara til þess að gera íbúana hérna ánægða. Reyndar var smá þrætumál í gangi hérna varðandi brennu og sýningartímann hjá þeim, hann var færður til klukkan 5 um daginn í staðinn fyrir 9 um kvöldið. Fólk var eitthvað á móti breytingum og úr því varð smá skítkast út í björgunarsveitina en allt komst þetta í lag þegar að upp rann gamlaársdagur því að það var mikill fjöldi á brennu og sýningu og sumir segja að fjöldinn hafi verið meiri en áður og það er bara frábært. Þessum tíma verður líklega haldið hérna og talað hefur verið um á fjörðunum hérna í kring að breyta þessu þar. Þetta þýðir að björgunarsveitarmenn, lögregla og slökkvilið geta þó verið heima hjá sér í kringum matartímann sem ekki hefur verið hægt áður.
En svo um leið og sýningin var búin náði ég í hann Binna minn og við brunuðum norður til tengdó til þess að vera hjá þeim þó svo að við höfum ekki náð í matartímann var sko komið með nóg af veitingum handa okkur og þvílíkt gott að borða við vorum komin norður um 9 leytið og náðum því að borða og horfa svo á áramótaskaupið sem mér fannst persónulega vera leiðinlegasta skaup sem nokkru sinni hefur verið gert. En þetta kvöld var alveg frábært sérstaklega þegar farið var að skjóta upp flugeldum og auðvitað verður minnisstætt þegar spilað var actonary hehehehe
Hildur Edda og Sigga fóru á kostum ásamt tengdamóður minni ég man ekki eftir að hafa hlegið svona mikið áður.. hehe tók líka helling af myndum að þessu atburðum og á sko eftir að setja á disk handa þeim til að skoða. Svo var haldið heim á leið seinni partinn á nýársdag bæði hálf þreytt og undin en gott að komast heim lögðumst upp í sófa og horfðum á imbann eða það sem eftir var af dagskránni en ég held að ég hafi sofið yfir einhverju af því.. hehe
Svo hafa verið tvær afmælisveislur núna bæði annan og þriðja janúar.. Afi Binna átti afmæli þann 2. janúar og við tókum upp á því að elda fyrir hann góðan mat og vorum með gesti þegar að þau komu heim. En því miður var hann ekki tilbúinn á réttum tíma því að það varð allt rafmagnslaust hérna og ég átti eftir að gera nokkra hluti þannig að maturinn varð víst ekki fyrr en um áttaleytið þegar loks komst á rafmagn hérna aftur. Svo 3. jan átti hún Tobba okkar afmæli og bauð í kaffi þeim sem vildu koma og auðvitað fórum við til hennar í kaffi og kökur þannig að ég held að það sé í fyrsta skipti í dag sem ekki hafa verið kökur á borðum hérna síðan rétt fyrir jólin.. hehe en þetta er búið að vera ágætt og nú er allt að komast í fastar skorður aftur.
En þetta er svona það mesta sem hefur verið að gerast hjá mér þessa dagana, fyrir utan það að nú gengur um veðmál hvort að ég er með stelpu eða strák, flestir eru alveg ákveðnir að þetta verði stelpa en tvær hafa ákveðið að þetta sé strákur.. á ég að kíkja ?? eða bara bíða fram á vor ?? hehe það er spurning??????????????????????????????????????????????????????????????????????????
Linda systir mín sagði við mig þegar að ég sagði henni að ég væri ólétt að henni hafi dreymt að ég og Binni ættum litla stelpu hún var sú fyrsta til þess að segja að þetta væri stelpa en svo er bara að sjá hvort hún hafi rétt fyrir sér ( en það er alloft sem það er )
Læknirinn sem sér um sónarinn hjá okkur segir að barnið sé svolítið stríðið þar sem að það vildi ekki leyfa honum að skoða sig alveg nógu vel fyrst til að byrja með snéri bara rassinum í okkur á myndum, ég er alveg viss um að þetta kemur úr föðurætinni, ekki er ég svona heheh
en jæja ætla að láta þetta nægja í bili og skrifa aftur hérna síðar hvenær sem það verður.
kveðja að austan til ykkar hinna
Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2006 | 14:46
Sunnudagurinn 5.nóvember 2006
Jæja í dag er kominn sunnudagur og það er brjálað veður hérna og björgunarsveitin á fullu í útkalli allsstaðar á austurlandi.. Sem betur fer erum við búin að festa allt lauslegt hérna heima við. Erum búin að vera á fullu að rýja og klára heimaslátrun en þurftum að slútta því vegna veðurs í dag. Það er búið að vera frekar mikið að gera hjá mér undanfarið og ýmisar fréttir sem hafa heyrst. Hérna kemur það .. Það er von á fjölgun í fjölskyldunni hjá okkur og er ég sett á þann 19. maí næstkomandi. Í gær voru liðnar 12 vikur eða réttara sagt 3 mánuðir og allt í góðu standi. Fór í sónar á miðvikudaginn síðasta og fékk meira að segja myndir og alles bara snilld. Ég er reyndar soldið forvitin og langar að vita hvort þetta er strákur eða stelpa en Binni vill ekki kíkja þannig að ég verð að halda aftur af forvitninni þangað til að það kemur að þessu hehe en það er bara í góðu lagi. Ekki það að ég má ekki orðið fara í búðir öðruvísi en að skoða barnaföt og allt sem börnum tengist hehe ég hlakka svo til og það eru allir voða spenntir að fá nýjan meðlim í fjölskylduna. Svo er það auðvitað að í föðurættinni er ég víst elst þannig að það fer að líða að því að frænkur mínar séu næstar.. (Þetta var svo sem skot á hana Auði frænku ) hehehe svo fer að líða að því að Hjördís og svo Linda systir komi þar á eftir en í móðurættinni eru Helga frænka og Benedikta systir en þær þurfa að bíða soldið mikið lengur en spurning hvort að Magga frænka mín fari að bæta einu við í viðbót.. heheheheh Ekki það að Eyþór frændi minn og hans yndislega kona og frábærasta persóna Erna bumbus eru að koma með eitt í mars sem þýðir að Amma fær langömmubarn í afmælisgjöf það er snilld
Svo er það hún Gréta mín sem er sko ólétt líka og á að eiga barn bara rétt viku á undan mér það er svo æðislegt og ég hlakka til að sjá hvort verður hjá henni strákur eða stelpa.
Jæja best að hætta þessu bulli og athuga hvernig gengur hjá Björgunarsveitinni að redda öllu ruglinu í þessu leiðindarveðri en ég reyni og ég endurtek ég reyni að skrifa meira inn fljótlega +
kær kveðja ykkar Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2006 | 12:56
síðan síðast..
jæja gott fólk, síðan að ég skrifaði hérna síðast er ég sko búin að fara í smá ferðalag. Við fórum norður á Húsavík til þess að fara með lömb í sláturhúsið og við ákváðum að taka bara daginn og ferðast aðeins á leiðinni tilbaka. En allavega þá lögðum við af stað héðan að heiman klukkan hálf sjö að morgni til vegna þess að lömbin okkar áttu að fara í gegn um hálf 10 þannig að við urðum að vera mætt þá. Við vorum komin á Húsavík um 9 leytið og ákváðum að fá okkur eitthvað í gogginn og svo skoða Húsavíkurbæ. Við fórum smá rúnt þarna en fórum svo yfir í Norðlenska til þess að ganga frá öllu þar. Það var búið svona cirka um hádegi þannig að eftir það fórum við að skoða Hvalasafnið sem var svo sem ágætt maður sá ýmsa hluti þarna sem ég hafði ekki áður séð og eins hvernig þetta fer nú allt fram bæði hvalveiðar og hvalaskoðun, afsakið en þetta fer ekki alveg saman. eftir að við fórum þaðan keyrðum við ströndina tilbaka og skoðuðum Kópasker, Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafjörð og Vopnafjörð en þangað hef ég nú komið áður. Sko Kópasker er lítill bær sem er að deyja út og ég myndi aldrei vilja búa þar, Raufarhöfn er sko enn verri því að þar er ekki einu sinni kaupfélag eða neitt álíka, við ætluðum nú að koma við í sjoppu þarna sem við sáum en nei takk þá er hún víst bara opin frá 16-18 alla virka daga.. Halló fólk fáið ykkur líf.. !!! hehehehe þetta er ekki einu sinni svona slæmt í Búðardal og þá er nú mikið sagt. En jæja svo fórum við nú í gegnum Þórshöfn sem er hvað eigum við að segja skárri.. ekki mikið en samt menningarstaður það er meira að segja símaklefi þarna hehe. Þetta var ágætistferðalag þarna hjá okkur en svo komum við á Bakkafjörð og það er ekki hægt að segja neitt um það nema hann er varla til. En fallegasti staðurinn sem ég hef séð núna er Ásbyrgi, við ákváðum að fara þangað og skoða okkur um, ég tók þó nokkuð af myndum þar og er mjög ánægð með að hafa farið þangað.
Ásbyrgi er sem sagt í Jökulsárgljúfri sem er Þjóðgarður. Hægt er að labba frá bílastæðinu á göngustíg niður að Botnstjörn, í skóginum þarna er allt í náttúrulegu Birki með reyniviðartrjám. Trén þarna eru rosalega hávaxin og það er vegna þess að klettarnir í Ásbyrgi sem mynda skeifu sleipnis veita trjám og öðrum gróðri mikið skjól. En allavega þá var eini fuglinn sem við sáum þarna Fýllinn, en stundum sér maður Skógarþröst, hrossagauk eða rauðhöfðaendur. Á veturna snjóar mikið inn við Ásbyrgi og sér maður það á brotnum trjágreinum sem hafa látið undan snjóþunga. Einstaka sinnum er hægt að sjá Óðinshana þarna en ótrúlegt en satt þá er kynjahlutverkið hjá þeim miklu jafnara en hjá okkur mannfólkinu heheh það er karlfuglinn sem sér um að liggja á eggjunum en kvenfuglinn aflar matarins.. hehehehehehe.. Fýllinn er samt mest þarna. Fýll er sjófugl sem byrjaði að verpa í björgum Ásbyrgis í kringum 1970 og í dag er talið að um 1200 pör verpi þar. Frá Jökulsárgljúfrum að Dettifossi eru um 25 km. Við Botnstjörn er lítill lækur sem fellur ofan af klettinum og er hann ógnarsmár í samanburði við þann vatnsflaum sem gróf út Ásbyrgi fyrir um þúsundum ára síðan. Talið er að svo kölluð hamfarahlaup með upptök sín í Vatnajökli hafi grafið út Ásbyrgi fyrir um 2000- 4500 árum síðan. Gífurlegt vatnsmagnið fyllti árfarveginn og fann sér leið norður yfir heiðina við Kvíar. Á leiðinni sópaði það með sér hraunlögum og gróf út byrgi og skildi eftir klettaeyjar. Ein þeirra er eyjan sem er í Ásbyrgi en hún skiptir byrginu í tvennt. Önnur skemmtileg kenning segir að Ásbyrgi sé myndað af Sleipni, hesti Óðins. En sagan segir að hann hafi verið á ferð sinni um himinhvolfin hafi hesturinn óvart spyrnt einum af sínum átta fótum í svörðinn og um leið myndað hið hóflaga Ásbyrgi. Frá Útsýnishæðinni sést vel yfir skóginn í Ásbyrgi. Þarna finnast líka tvær tegundir af plöntum sem er skondið nafn á það er barnarót og friggjargras, Ísland er eina landið í Evrópu þar sem friggjargras vex villt en tegundin finnst í Norður - Ameríku. Friggjargras dregur nafn sitt af frjósemisgyðjunni Frigg en fólk trúði á áhrifamátt plöntunnar í ástarmálum. Rétt við tjörnina stendur líka danspallurinn sem notaður er fyrir tónleika og fleira sem haldið hefur verið í Ásbyrgi, þessi pallur var reistur árið 1950 en þá voru sko Ásbyrgishátiðirnar í hámarki, fyrir þeim stór Ungmennasamband Norður - Þingeyinga.
Jæja ég læt þetta nægja í bili skrifa aftur miklu síðar.. hehehe allavega í næstu viku
kær kveðja til ykkar allra
jólastrympa ..
p.s. það eru bara 96 dagar til jóla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.9.2006 | 17:41
Eurovision hvað!!!!!!!!
halló halló þið öll þarna úti.. hehe
Jæja í gær horfði mín á hann Magna litla keppa í Rock Star Supernova og vá hvað hann stóð sig vel, hann er algjör hetja þetta var mjög góður þáttur og mér fannst Magni og Toby skara fram úr hvað varðaði framkomu og söng.. Lagið sem Lukas söng þetta frumsamda fannst mér ekkert spes. Dilana var svo sem allt í lagi en mér fannst Storm standa sig mjög vel. En sko til haldið þið ekki að Toby hafi unnið sér inn nýjan bíl.. geggjað flottur bíll by the way.. En jæja svo í dag er Olís að gefa 10 kr afslátt á hvern lítra af bensíni á milli 3 og 7 svo kallaður Magnaafsláttur.. ;) snilld.. Jæja í dag hef ég svo sem ekki gert neitt mikið annað en að hengja út þvott og þá er ég sko búin að þvo 6 vélar síðan í fyrradag og hengja út og þurrka. Þegar að það var búið fórum við aðeins austur til þess að versla þar sem ég ætla að baka pizzur fyrir annað kvöld þegar að hele tengdafamilian kemur hingað.. versta er að þau eru að fara á ættarmótið en ættu að hjálpa okkur að smala hahahahaha nei bara djók.. ég vona allavega að við náum að fara í kvöldmatinn til þess að hitta fólkið aðeins. Verðum líklega bæði orðin drulluþreytt þá en það er í góðu lagi. Núna fór Binni með fjórhjólið í viðgerð og er að vonast til þess að geta notað það á laugardaginn í smalamennskur, Stjáni ætlar að hjálpa okkur og svo kannski fáum við einn til tvo í viðbót ef það er hægt en ég geri nú ekki ráð fyrir því. en svona er lífið.. Það er nú ekki mikið að gerast hjá mér núna þannig að ég læt þetta nægja í bili og kveð að sinni. Heyrumst fljótlega aftur
kveðja
Helga B.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2006 | 14:51
Laaaaaaaangur tími síðan síðast
Jæja nú loksins kem ég mér að því að skrifa inn á þessa síðu.. hehe nei hún er ekki útdauð heldur ég bara léleg að tjá mig hehe en ok látum okkur nú sjá síðast skrifaði ég inn þegar allt var á fullu í heyskap og allt það. Hmmm sko það gekk nú bara mjög vel hjá okkur og við náðum að klára það alveg áður en við fórum í sumarfríið.. Við sem sagt fórum í frí fimmtudaginn 10. ágúst og ferðuðumst aðeins um landið hérna heima áður en við flugum út til Tenerife.. Fórum sko héðan norður og svo yfir kjöl sem var bara mjög gaman, fengum reyndar ekki of gott veður þar til að ferðast þannig að það var ekkert gaman að skoða sig þar um en til að segja ykkur nákvæmlega hvað við gerðum þá var það þannig að við fórum héðan norður á Akureyri og svo þaðan á Dalvík á fiskidaginn mikla og það var rosagaman að upplifa þá stemmingu. Þegar að við komum þangað þá fórum við til Einars og Sissu sem er vinafólk okkar þar og fengum gistingu, og auðvitað var Sissa sko búin að búa um okkur í gestaherberginu hjá þeim, ekkert smá flott hús sem þau eiga þarna en allavega við komum svo þangað á föstudag og fórum með þeim á röltið um bæinn og fengum okkur fiskisúpu hjá fólkinu í bænum. Þarna voru sko um 40 hús opin gestum og gangandi, boðið upp á fiskisúpu og spjall.. þetta er rosaflott og gaman að sjá svona, í einu húsinu sem við fórum í var sem sagt kona að nafni Herborg sem tók á móti öllum sem komu til hennar, kynnti sig og tók í hendina á fólki. Svona gerir nú ekki alveg hver sem er að bjóða ókunnugu fólki inn á gafl hjá sér og í mat, þetta eru Dalvíkingar.. Ég er alveg viss um það að þeir taka vel á móti hverjum sem er hvort sem það eru ferðamenn, gestir eða aðfluttir.. en jæja aftur að sögunni, við fórum með Einari og Sissu heim til Pabba Einars og fengum þar bestu fiskisúpu sem ég hef nokkurntíman smakkað. Þar var fullt hús af fólki og meira að segja biðröð út á götu. hehe ég gerði nú grín að Einari og spurði hann hvort hann hefði einhverntíman lent í því að vera í biðröð fyrir utan foreldrahús og komast ekki inn strax.. hehehe. En svo eftir þetta rölt þá var bara labbað um bæinn og skoðað, Binni sýndi mér allt þarna enda bjó hann þar í mörg ár. Þetta er mjög fallegur bær. Á laugardeginum fórum við svo snemma af stað þarna og hittum þar fyrir Stjána, Oddný og erfingja en einnig var með í för Sara systir hennar Oddnýar og ungur drengur sem ég verð að viðurkenna að ég man ekki alveg nafnið á.
Við fórum og skoðuðum svæðið á höfninni sem var orðið fullt af básum með allsskonar fiskimeti sem var boðið upp á og allt saman frítt þar alveg sama hvað það var. Við fórum svo í siglingum með Sæfara og skoðuðum varðskipið og svo einhverja Færeyska skútu sem var svo lítil að það hálfa væri meira en nóg. Þar um borð fengum við að smakka súra grind af hval og það var nú svo vont að við létum það fara í sjóinn.. heheh (matvönd eða hvað??) en allvega þá var haldið áfram og við skoðuðum miklu meira.. svo síðar um daginn létu sniglarnir sjá sig þarna á nokkuð mörgum hjólum og vá vá vá vá.. þetta var sko ekkert smáræði.. bara FLOTT.. en svo seinni partinn fórum við Binni á byggðarsafn Dalvíkinga í boði Hauks sem bjó í húsinu á móti Möggu og Gunna þegar að þau voru á Dalvík.. alveg yndislegur maður og hann meira að segja gaf mér mynd af Jóa Risa sem bjó þarna fyrir norðan, en hann er sko stærsti íslendingur sem hefur verið uppi alveg 2 metrar og 34 cm
Þetta safn er alveg meiriháttar flott og ég mæli eindregið með því að skoða það fyrir ykkur sem leggja leið ykkar þangað yfir. En um kvöldið var svo grillveisla í götunni fyrir neðan þar sem Einar og fjölskylda búa og þar safnaðist fullt af fólki saman sem voru gestir heimabúa, og var þar rosa stuð. Góður matur, gott að drekka og hljómsveit fyrir fólkið, jæja nema hvað að við Binni fórum svo á flugeldasýningu sem var glæsileg og vel að henni staðið.. eftir það skelltum við okkur á sveitaball í einu stærsta hesthúsi á landinu og var þar búið að hólfa af einn hlutann sem notaður var undir hjómsveit, risa dansgólf og svo auðvitað bekkir og borð svo að fólk gæti sest niður. Þar hittum við nú þó nokkuð mikið af fólki en samt var mjög fátt þarna inni miðað við venju, enda var mjög gott veður þarna og fólkið rölti frekar á milli húsa og garða ég get sko alveg sagt ykkur það að Dalvíkurbær var sko sneisafullur af fólki.
En nú heldur ferðasagan okkar áfram: Á sunnudeginum fórum við svo yfir á Ólafsfjörð og heimsóttum afa og ömmu hans Binna sem eru á elliheimilinu þarna, þau voru bara mjög hress og kát, alltaf gaman að hitta þau. Þegar að við komum þangað var Erla þar fyrir og hún var hjá þeim í einhvern tíma. En svo fórum við áfram yfir á Hofsós og heimsóttum þar vesturfarasetrið sem var bara alveg ágætt en við komumst að því að Binni er sko kominn af merkismönnum og þar með talið Noregskonungi en ég af svíakonungi.. hehe ég er sko konungborin.. heheheheh algjör snilld þessi ættfræði!!!!! en svo héldum við áfram og fórum yfir í Varmahlíð, og þaðan yfir Kjöl á leið suður. Við skoðuðum Hveravelli og fundum þar auðvitað Eyvindarhelli sem er lítill, vel falinn og mjög fallegur. En svo gistum við í húsbílnum okkar hehe yfir nótt en héldum svo áfram suður til Reykjavíkur þar sem við vorum í einn dag áður en flogið var til Tenerife.
Tenerife: þangað var flogið á miðvikudegi og var tekið á móti okkur af Fjölskyldu Binna, úti á Tenerife var þó nokkuð heitt og við vorum alveg að kafna úr hita.. En við fórum upp á hótelherbergi með töskuna okkar en kíktum svo niður á Barinn með familiunni og fengum okkur smá að borða og auðvitað bjór en svo var nú bara farið upp að sofa vegna þess að þetta var orðið langt langt ferðalag hjá okkur. Daginn eftir var farið í sundlaugargarðinn og legið þar í einhverntíma þangað til að við gáfumst upp og fórum og skoðuðum okkur um.. það er nú ekki mikið að skoða þarna við ströndina sem er eitthvað merkilegt annað en strandlengjan, búðir o.fl. En svo á föstudeginum var svo farið í dýragarðinn sem heitir Loroparque eða eitthvað þannig. æi það var annað hvort föstudagur eða laugardagur en allavega þá var það bara gaman að sjá þetta allt saman og flottar sýningar þar á höfrungum, háhyrningum og sæljónum. Vorum þar allan daginn í miklum hita og viti menn við fengum nokkra brunabletti.. hehe en ekki slæmt samt. En svo var þetta bara dag frá degi legið við sundlaugina, farið út í til þess að kæla sig og dagurinn bara tekinn rólega en svo þegar að liðið var fram á kvöld var fólk miklu frekar í standi til þess að fara að hreyfa sig meira. Fórum út að borða nánast á hverjum degi nema einu sinni sem að gerðist að allir hittust og það var eldað saman. Svo síðasta daginn sem við vorum þarna fórum ég, Binni og Jónína í dýragarð sem heitir Jungle Park og þarf var sko gaman, þar fengum við að sjá Ljón, Tígrisdýr, slöngur, apa, flóðhest og fleira en síðast en ekki síst þá flottustu fuglasýningu sem ég hef nokkurntíman séð, allt voru þetta þjálfaðir ránfuglar og voru þeir látnir fljúga yfir hausinn á manni þannig að maður fann sko klærnar strjúkast við hausinn.. heheh en þetta var upplifun og mjög gaman. Á þriðjudagsnótt var pakkað niður og undirbúin heimferð það tók nú smá tíma en gekk upp. Ég held að allir hafi verið fegnir þegar að á flugvöllinn var komið og stutt í að fara í flug. Þetta er sko fimm tíma flug heim þannig að það tók sinn tíma. Við sváfum cirka 3 tíma en hina tvo var maður að reyna að eyða í að horfa á teiknimynd í sjónvarpinu þannig að þetta hafðist allt saman. Eftir að lent var versluðum við aðeins í fríhöfninni og fórum svo í smá heimsókn til Möggu frænku, til ömmu og svo loks til Mömmu og Pabba. En áður en rennt var út úr bænum fórum við til Gullu sem er ömmusystir Binna og tókum þar smá dót. Keyrðum svo norður yfir heiðar og enduðum á Akureyri þar sem við vorum bæði orðin þreytt og lúin. Gistum þar í lyngholtinu yfir nótt en fórum svo austur, en auðvitað var ekki hægt að fara þjóðveginn og vera snögg heim.. hehe við tókum á okkur smá krók fórum einn fjallaslóða út frá Vaglaskógi og komum niður í Bárðardalinn rétt fyrir ofan fossinn. En svo var haldið áfram heim og var maður bara hálf fegin eftir að við komum inn úr dyrunum þá fórum við aðeins að slaka á og taka upp úr töskunum. En svo eftir það er búið að vera frekar mikið að gera bæði í að fara í göngur og smala fyrir sumarlógun. Þannig að svona hefur seinni parturinn af sumrinu verið hjá mér.
Næstu helgi stóð svo til að það yrði ættarmót hérna fyrir austan en því miður hefur það komið upp að við Binni verðum að smala löggöngu þannig að við sjáum ekki framá að vera með í þessum degi. Bara fúlt en jæja nú er nóg komið hjá mér í dag og ég reyni svo að viðhalda mér í að rita niður hitt og þetta sem mér dettur í hug. Vonandi kíkið þið sem flest við á síðunni hjá mér og ritið nöfnin ykkar í gestabókina mína .
kær kveðja frá okkur héðan að austan til ykkar hinna hvar sem þið eruð á landinu.
Helga Björg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.7.2006 | 14:35
heyskapur á fullu
Jæja þá er kominn tími á smá blogg frá mér... hehe nú er heyskapurinn alveg á fullu og Binni úti allan daginn að reyta gras.. ;) hehe og ótrúlegt en sattttttt þá fékk ég að prófa að slá og það var geggjað gaman nema það að honum fannst ég heldur lengi að þessu til að byrja með en það er bara í góðu lagi.. gaman að keyra traktorinn ;) hehe í dag er sko átján stiga hiti, heiðskýrt og logn og sólin skín og skín :):):) Í gærkvöldi tók Binni vakt fyrir björgunarsveitina í Atlavík og ég fékk að fara með honum í það, þetta var alveg ágætt en það voru um 700 manns þarna að tjalda en flest allt fjölskyldu fólk þannig að það gekk ekkert mikið á þarna. Við þurftum bara að biðja fólk um að slökkva varðelda sem það var búið að kveikja sem má ekki og þau gerðu það.. kom eitt tilvik með brunasár á hendi og greyið litla stelpan grét svo mikið og ég fann svo til með henni en ég bjó um sárið og lét mömmu hennar hafa umbúðir til þess að skipta en sagði henni að láta líta á þetta á heilsugæslunni hér ef þetta lagaðist ekki í nótt, vona bara að þetta hafi bjargast allt saman. Við yfirgáfum svo svæðið um 3 eða 4 og lokuðum svæðinu. Skiluðum bílnum af okkur austur í Björgunarsveitarhús og hittum hann Nikka kallinn þar, greyið að fríka út.. hehe en hann hefur nú bara gott af því..
En í dag heyrði ég í henni Þóru vinkonu og það var bara gaman.. :):):):) hlakka til að hitta hana fljótlega þegar að ég fer suður næst. En Jónína mín því miður kemst ég ekki á msn í tölvunni hérna þar sem að það opnast ekki og eitthvað vesen þannig að ég verð bara að bjalla í þig við tækifæri ;)
ég er sko líka farin að telja dagana þangað til að við förum til Tenerife :):):) gaman gaman.. var að skoða kynningu á Tenerife í tölvunni og ég er orðin óð .. hehe mig langar svo í dýragarðinn og skoða höfrungana, hvalina, apana, górillurnar og allt þetta :):):) þetta verður geggjað gaman :):) og svo kannski bara að versla svona smá :):) hehe alltaf gaman að fara í búðir... heheheheh það er bara mánuður þangað til að við förum út.
jæja ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í dag, fara og finna mér eitthvað að borða og sjá svo hvort það er eitthvað sem ég get gert þarna úti, því mér er farið að leiðast að hanga svona inni ein, kannski að maður reyni að fara bara austur í Egilsstaði og sjá hvort það er eitthvað að gerast þar... en heyri betur í ykkur öllum síðar.
Kær kveðja
Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2006 | 22:37
Rúmlega vika
Jæja kæra fólk nú er liðin rúmlega vika síðan að ég flutti í burtu og það hefur gengið bara ágætlega :) ég er reyndar ekki alveg búin að koma mér fyrir en hins vegar er þetta allt í gangi. Við höfum reyndar ekki verið mikið heima við síðan að ég flutti en það er bara allt í góðu. Síðustu helgi var ég á ættarmóti á Laugum í Sælingsdal sem er mín heimabyggð :):) enda var gaman að koma þangað aftur en ég reyndar fór ekki upp á Tungustapa eins og ég hafði ætlað mér enda kannski ekki veður til þess, sem ég reyndar skil ekki alveg vegna þess að það er aldrei kalt eða rigning á þessu svæði. En ekki það að það var bara gaman á ættarmótinu þó svo að það hafi verið smá kalt bara hluti af stemmingunni.. ;) Þetta ættarmót var föðurættin hans Binna en það var ekki margt sem mætti bara fámennt en góðmennt. Við Binni mættum reyndar ekki fyrr en seinni partinn á Laugardag þar sem að hann var að vinna þangað til á Laugardagsmorgun. Við mættum þó tímanlega til þess að borða með fólkinu og svona sem var bara gaman. Maturinn hefði mátt vera betri en hann var en þetta reddaðist allt með desertinum sem borinn var á borð eða svona nokkurn veginn.. heheh ekki það að búðingurinn leit svo "vel" út hehe ekta eldamennska frá Dalabyggð eða hvað?? hehe NEI ég held ekki. En það var gott að gista á hótelinu eins og alltaf þar sem að hinir voru ýmist í tjaldi eða fellihýsi á meðan að við Binni létum fara vel um okkur inni í hlýjunni ;) reyndar vorum við í gamla hluta hótelsins í herbergi 312 úff spúkí... á sunnudeginum var svo lagt af stað heim svona rétt eftir hádegi og stoppað í kaupfélaginu í Búðardal til þess að fá sér að borða, svo laumuðumst við í heimsókn til Nonna frænda og Gunnýjar en til allrar óhamingju var hann frændi minn ekki heima en kannski að hann geti verið við næst.. ;) ég reyndar hitti hann á laugardeginum þar sem að hann var að ná sér í smá skít til þess að fara að gróðursetja segir hann .. hehe já já myndi nú vilja sjá það ;) þegar að ég mætti honum var hann á gullvagninum sínum sem er gamall traktor sem hann á en sá lætur soldið á sjá greyið og ótrúlegt en satt þá fer hann enn í gang við fyrstu tilraun.. ég man nú eftir því þegar að það þurfti oftar en ekki að láta hann renna í gang.. hehe en eitthvað var hann Guðbjörn búinn að monta sig af því við mig að þeir hefðu nú komið honum í gang.. hehe en þegar að ég kom til þeirra í heimsókn þá var hann Raggi þar með hele familien í heimsókn ótrúlegt en satttttt sko minn rataði bara út úr reykjavík í fyrsta skipti í langan tíma alla leið vestur á land...hahahahahahahahahahahahahahaha... vá hvað ég er fyndin.. ;););););) en eftir þessa skemmtilegu heimsókn þá lögðum við af stað norður með smá útúrdúrum en sáum hins vegar fallega og skemmtilega staði :):) ég tók nokkrar myndir þarna og sem betur fer var ég búin að fara til hans Jobba sem er með myndsmiðjuna hérna fyrir austan og kaupa mér nýtt kort í myndavélina þar sem að ég á eftir að koma hinum myndunum mínum í tölvuna mína, við komum svo við á Akureyri hjá tengdó til þess að borða kvöldmat og hitta hana Jónínu dúllu :) svo gerðist þar nú soldið skondið, hún tengdamamma var sko búin að tína veskinu sínu á föstudaginn og það var búið að gera dauðaleit af því allsstaðar við vorum búin að leita fyrir norðan áður en við fórum vestur og tengdapabbi var búin að snúa bílnum við til þess að athuga hvort það fyndist.. en allt kom fyrir ekki.. svo þegar að þau komu heim var tekið úr öllum pokum og töskum til þess að sjá hvort að það væri þar en það fannst ekki. Svo svona rétt fyrir matinn fór hann Binni út í bíl til þeirra og sjá hvort að hann myndi sjá það og viti menn tveimur mín seinna kemur hann labbandi inn með þetta líka glott á andlitinu og með veskið hennar mömmu sinnar í höndunum.. ;);) sko minn.. ég er sko alveg á því að álfarnir hafa fengið það bara lánað eða eitthvað og skilað því svo aftur þegar að komið var heim ;) en eftir matinn var kominn tími til að kíkja á myndir og video sem tekið var á ættarmótinu og var mikið hlegið ;) sérstaklega þegar að allar myndirnar af henni jónínu komu í ljós.. hehe grettir sig vel stelpan... hahahahahaaha. Stuttu seinna fórum við af stað austur og ætluðum ekki að vera neitt lengi en svo fórum við smá krók og skoðuðum laxárvirkjun í mývatnssveitinni ásamt því að keyra inn laxárdalinn og auðvitað þurfti hann Brynjólfur að keyra einhvern veg sem hann fann til þess að athuga hvort hann endaði nú ekki hinu megin í Mývatnssveit svo að við yrðum fljótari heim en ekki að spurja að því að þetta var nú bara einhver drulluslóði þarna sem endaði bara einhversstaðar við ána laxá lengst inní dal, þannig að nú þurftum við að snúa við og halda til baka en auðvitað tók mín þó nokkrar myndir þarna og tókst bara nokkuð vel þó ég segi sjálf frá :) en við vorum sem sagt komin heim um hálf tvö eða tvö að nóttu til og sváfum til svona 11 í morgun. Dagurinn í dag hefur farið í það að heyja þar sem hann hangir þurr sem betur fer en svo ætlum við að reyna að klára þetta næstu helgi.
En fyrir ykkur sem ekki vita sem eru allir nema Þóra vinkona þá er ég sem sagt að fara út til Tenerife á kanarí eyjum þann 16. ágúst til 23. ágúst.. ;) ég hlakka mjög mikið til :) erum að fara með fjölskyldunni hans Binna þetta verður bara stuð ef ég þekki þau rétt ;);););) ég hlakka mikið til :) það er eins gott að ég fari að panta mér nýtt vegabréf og svona áður en ég fer heheh vil nefnilega ekki vera stoppuð í tollinum eða eitthvað álíka á leiðinni hahahahaha það hefur nefnilega aldrei gerst áður eða hvað?? heheh jæja ég ætla að láta þetta gott heita núna og fara út á fjórhjólið og taka smá rúnt hérna upp í fellin.. ;) heyrumst síðar gott fólk og farið þið vel með ykkur ;)
kær kveðja héðan frá Austurlandi
Helga B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2006 | 17:25
síðasti dagurinn í bili
Jæja allir .. Nú er komið að því að fara að taka tölvuna úr sambandi og ganga frá henni út í bíl í kvöld. Ég er alveg á fullu að klára það síðasta sem ég get gert áður en ég fer austur :) ótrúlegt hvað íbúðin er allt í einu orðin tóm, enda er allt dótið mitt nánast komið niður á Silfurteig hjá henni Erlu frænku hans Binna sem var svo yndisleg ásamt tengdaforeldrum mínum að geyma þetta fyrir mig í smátíma. Ég verð líklega að klára að pakka saman ekki seinna en í hádeginu á morgun því að svo á ég eftir að þrífa íbúðina og afhenda lyklana. Úff það er ekkert smá mikið verk að flytja svona pakka niður og taka svo upp síðar meir. Ég er farin að hlakka rosalega til að komast í burtu héðan úr íbúðinni þar sem að það liggur við að löggan sé orðin daglegur gestur hérna vegna ýmissa vandkvæða en svona er lífið bara. Ég legg af stað af öllum líkindum norður yfir heiðar á fimmtudaginn en ætla svo kannski að gista með henni frænku minni einhversstaðar á leiðinni en ef ekki þá fer ég af stað á föstudagsmorguninn og keyri bara alla leið norður á Akureyri :) Þar ætlum við Binni að gista hjá Möggu, Gunna og Jónínu yfir helgina. Þarf nú að kíkja á nýja gæludýrið hennar Jónínu heheh nema að hún hafi látið sig hverfa.. ;) hehehe..
Jæja ég held ég láti þetta nægja í bili en ég reyni að skrifa aftur hérna fljótlega eftir helgina, þangað til þá kveð ég í bili og segi bara hafið þið það sem allra best og sjáumst vonandi aftur síðar ;)
kær kveðja
Helga B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2006 | 10:26
ok ok ég skal halda áfram.. hehe
Jæja Þá er bara vika þangað til að ég verð flutt út úr íbúðinni í árbænum og allt dótið mitt er nánast komið í kassa.. úff já bara búið að pakka og allt, með góðri hjálp frá henni frænku minni ;);) takk bestust. Á fimmtudaginn eftir viku legg ég af stað norður yfir heiðar í samfloti með henni Möggu frænku minni. Ætlum að ná í litlu englana mína og gista með þau eina nótt að Hólum í Hjaltadal en höldum svo áfram að Akureyri á föstudeginum. Það er vegna þess að hann Eyþór frændi minn ætlar að giftast henni Ernu sinni á laugardaginn eftir viku :) (loksins). Svo eftir það fer ég austur og þá er ég bara alflutt :)
Þessa helgi er hún Linda systir mín að útskrifast frá Háskóla Íslands úr hagfræði, og verður heljarinnar veisla heima hjá foreldrum mínum fyrir ættingja og vini hennar :) þetta verður bara gaman. Svo verður hún Elsa Rut frænka mín 30 ára á sunnudaginn.
Í kvöld er ég svo að fara út að borða með henni Þóru vinkonu minni og kannski henni Kareni líka í tilefni þess að næsta miðvikudag verð ég 30 ára :) úff það er erfitt að vera gömul hehe nei kannski ekki alveg en samt alltaf nóg að gera.
En viti menn í fyrradag fékk ég afhentan nýja bílinn minn og er voða ánægð með hann ;) hehehe.. og er að öllum líkindum búinn að selja minn það er að segja ef það gengur í gegn. En ef þið vitið um einhvern sem vantar bíl sem er vel með farinn og mikið búið að endurnýja í honum, þá endilega látið mig vita. Ég er að spá í að fara eftir vinnu með hann á þvottastöð og þrífa hann að utan, og svo í kvöld þegar að ég kem heim þá fer ég í það að þrífa hann að innan sem er nú ekki mikið verk :)
En um helgina ætla ég að klára að flytja búslóðina mína í geymslu svo að ég geti nú notað kallinn minn eitthvað í að bera þessa hluti ásamt því að pabbi getur vonandi hjálpað mér eitthvað líka en ef ekki þá misnotar maður bara Kalla Brynjar líka. Verst að hún Jónína mín er ekki hérna þá myndi ég sko láta hana bera þetta með mér.. ;);) ég veit að henni finnst þetta svo gaman, en hún er búin að lofa því að koma í heimsókn austur þegar að ég er flutt :):):)
En svona gengur nú lífið í árbænum þessa dagana... kassar og aftur kassar.. ég á sko allt of mikið af dóti en það er alltaf gaman að fara í gegnum það aftur og aftur.. hehe
jæja læt þetta nægja í bili, lofa að skrifa meira þegar að ég get og andinn kemur yfir mig.. ;) en þangað til þá, farið vel með ykkur og góða skemmtun í sumar :)
Kær kveðja
Helga B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
strumpaálfur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Fólk
www.lsk.is
vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a
www.slfi.is
heimasíðan þar sem ég er að vinna
-
Sjúkraliðafélag Íslands
sjúkraliðafélagið
www.austurland.is
Egilsstaðir og umhverfi
-
Um Austurlandið
Egilsstaðir
www.maggajons.blog.is
heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott
www.eythoringi.blog.is
heimasíða frænda míns á Akureyri
www.dalir.is
heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar