7.6.2006 | 13:25
Góðan daginn litlu strumparnir mínir
Jæja þá er eins gott að halda áfram að blogga svo að maður sé ekki endalaust skammaður fyrir það að vera léleg í að halda þessari síðu við, mér finnst ég hafa verið svo dugleg við þetta. En já dagurinn í dag hefur verið svona nokkuð fljótur að líða sem betur fer, því ég þoli ekki þegar að ég hef ekkert að gera nema að bíða eftir klukkunni .. þá verður maður bara geðbilað og eins og ég sé ekki nógu skrítin samt. ;) heheh en allavega þá mun ég reyna að halda þessu vel við eftir að ég flyt úr höfuðborginni og austur svo að fólk geti nú fylgst með hvað maður er að gera. Ég hef verið að velta því fyrir mér að fara í fjarnám í Ferðamálafræði við Hólaskóla eftir að ég flyt en kostnaðurinn við það er gífurlega mikill þannig að ég held að ég fresti því allavega fram á næsta ár og sjá svo til hvað gerist. Það gæti verið gaman að halda áfram náminu frá því sem ég var í, það togar alltaf soldið í að fara út í þennan geira en gæti verið erfitt.. mikil aðsókn frá öllum skólum og það þurfa að vera hagstæð skilyrði fyrir því að koma svoleiðis á fót þarna á þessu svæði. Ekki það að það er mikið af ferðamönnum að renna þarna í gegn, sérstaklega þeim sem koma og fara með ferjunni Norrænu frá Seyðisfirði.. En við sjáum til hvað gerist :) Ég verð að viðurkenna það að ég er eiginlega farin að telja dagana þangað til að ég get flutt en á samt eftir að gera heilan helling hérna í bænum áður og ég er sko ekki sú skipulagðasta manneskja sem hægt er að finna.. heheh en svo er verið að þrýsta á að ég haldi upp á afmælið mitt þar sem ég á stórafmæli á þessu ári ásamt því að hafa kveðjupartý áður en ég flyt. Það mætti halda að ég væri að flytja af landi brott og fólk muni aldrei sjá mig aftur.. heheh en ég skil það samt og ég er að leggja hausinn minn í bleyti hvað ég á að gera og hvar það mun þá vera. En hvenær verður að koma í ljós vonandi í þessari viku.. ;)
Jæja ætli maður þurfi ekki að fara að gera tossalista um það hvað maður þarf að framkvæma áður en ég flyt.. hehe ég er orðin eins og gamla fólkið og farin að gleyma hlutunum.. hehe en læt þetta nægja í bili þar sem hausinn á mér er orðinn svo tómur að það hálfa væri nóg.. en já eitt enn þær vinkonur mínar komu með hugmynd um það að ég stofnaði bara Jólahúsið þarna fyrir austan, ekki svo slæm hugmynd hjá þeim (sko þær) það er aldrei að vita hvað manni dettur í hug að gera ;) ekki það að ég er ekki viss um að mínum manni yrði skemmt þar sem að hann er ekki eins mikið jólabarn og ég er.. hehe hann fékk áfall þegar að hann sá hvað ég á mikið af jóladóti hahahahahaha.. bíddu þangað til ég fer að setja það upp ;)
ó já svo annað Erna mín það er ekki nokkur séns á því að ég segi þér hvað ég keypti handa ykkur í brúðargjöf.. hahahahahaha þú verður sko bara að vera forvitin þangað til ;) hehehe en þetta er eitthvað sem þið bæði hafið gaman af.. hægt að nota allan ársins hring og horfa á með bros á vör. ef þú þværð það upp þá hverfur það.. en ef þú ferð vel með það þá endist þetta um aldur og ævi alveg þangað til að þú verður orðin gömul og grá ;) þetta ætti að gefa þér góða vísbendingu ;)
jæja þetta er komið nóg hjá mér í bili ætla að halda áfram að vinna heyrumst síðar litlu greyin mín
kær kveðja
Helga B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2006 | 15:10
Laaaaaaaaaaannnngurrrrrrrrrrr daaaaaaaaaaggggggguuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuurrrrr
úff þetta er sá lengsti dagur sem ég er að upplifa í vinnunni hingað til.. það er svo lítið að gera að það hringir eiginlega ekkert síminn og enginn kemur.. hvað er málið?????? það eru reyndar margir að byrja fríin sín núna og hafa um allt annað að hugsa heldur en laun og annað.. kannski bara skiljanlegt en samt úff ég hef ekkert að gera nema að bulla í fólki á msn eða skrifa eitthvað annað bull hérna á heimasíðuna mína.. hehehe.. ég er alveg á því að hann Brynjólfur er algjör púki.. ;) og ég held að hún Jónína alveg sammála mér í því.. hehe ..
Jæja ég ætla að halda áfram að telja niður þangað til að ég kemst heim og upp í rúm að sofa nema að ég sofni á leiðinni heim.. hehe það væri skrautlegt eins gott að það eru fáir ljósastaurar á leiðinni þangað .. heheheheeheh ok nú er ég að fá alvarlegan svefngalsa og það er ekki gott mál.. hefur allavega ekki verið það hingað til en svona er nú ísland í dag..
kv. Helga Björg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.5.2006 | 13:07
mygluð og þreytt í dag
úff þessi dagur ætlar aldrei að líða.. það er frekar lítið að gera hjá mér í dag og ég er að mygla úr þreytu.. ætla SKO að fara að sofa þegar að ég kem heim.. sé rúmið mitt í hyllingum núna.. hehe er búin að vera að sortera úr kössum dót sem ég ætla að eiga og dót sem ég ætla að henda.. vá hvað ég hef safnað miklu drasli það liggur við að þetta fari bara allt í sorpu.. hehe nei annars ég vil ekki henda öllu en það verður eitthvað af dóti sem ég tek með mér svona þegar að það kemur að því. á enn eftir að fara í gegnum 6 kassa en hugsið ykkur ég er búin að fara með 4 svarta ruslapoka í sorpu.. og á örugglega eftir að fara með meira hehe en jæja ég ætla að láta þetta nægja hjá mér í dag er hálf þreytt og andlaus eitthvað þannig að ég skrifa meira síðar
kv. Helga B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2006 | 12:29
Loksins skrifa ég aftur.. hehe
Jæja síðan að ég skrifaði síðast þá hefur auðvitað eitthvað gerst hjá mér eins og venjulega. Ég var sem sagt fyrir austan síðustu helgi sem sagt Eurovision helgina.. svo eftir að ég kom heim var mikið rætt og teknar miklar ákvarðanir. Fyrir ykkur sem ekki vita þetta ennþá þá er ég að flytja mig um set og fer frá höfuðborginni alla leið austur á land :):) ekkert smá ánægð með þá ákvörðun, þetta var mikið rætt og farið fram og tilbaka en á endanum kom sú niðurstaða að þetta væri eina vitið eins og staðan er í dag. Ég mun sem sagt flytja í byrjun Júlí. Á morgun verður svo íbúðinni sagt upp en ég verð þar og að vinna hérna út júní mánuð. Hef fengið mjög góðan stuðning frá öllum þegar að ég hef sagt frá þessu sem betur fer. Ég er virkilega farin að hlakka til að komast í sveitina og vera þar. En allavega að öðru málefni, mamma og pabbi komu heim frá Kína í gærkvöldi þvílíkt brún og sælleg og voða ánægð með góða ferð. Þau eru sem sagt búin að hlaupa á kínamúrnum, hjóla 57 km í 40 stiga hita og fara í fjallgöngu. Þau versluðu ekki mikið þarna úti enda ekki mikið hægt að kaupa þar en komu nú samt heim með minjagripi úr ferðinni. Pabbi minn auðvitað þurfti að kaupa sér minjagrip sem hann komst með heim, sem að flestir myndu nú ekki leggja í að gera en það var bara fyndið þegar að hann sagði frá því þegar ég hitti þau í gær. Ég er ekki frá því að þau hafi verið soldið þreytt þegar að þau komu heim í gær enda búin að vaka í rúmlega sólarhring, vá væri ég ekki orðin þreytt eftir það.. hehe en svona er þetta nú hjá þeim. Jæja ætla að láta þetta duga í dag er í vinnunni og svo þegar að ég kem heim þá verður byrjað á því að fara í gegnum kassa og henda fullt af dóti sem ég hef sko ekkert við að gera.. hehe (yeah right ) þetta sagði ég nefnilega líka þegar að ég drattaðist til þess að flytja frá mömmu og pabba.. ;) snillingur ég..!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
kær kveðja til ykkar allra frá mér og sjáumst sem fyrst
Helga Björg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2006 | 14:52
dagurinn eftir Eurovision
Jæja þá er Eurovision keppnin búin fyrir okkur íslendingana.. hehe enda floppaði Sylvía Nótt hrottalega og var sko illa púuð niður á sviði þegar að hún lét sjá sig og einnig þegar að hún endaði. Það er bara ekkert skrýtið þar sem að hún er búin að haga sér alveg eins og hálfviti þarna í Grikklandi. Ég ætla rétt að vona að hún haldi ekki að hún sé einhver fullkomin auglýsing fyrir okkur, því framkoma hennar og flutningur á laginu var hreint út sagt HÖRMULEG... þetta var það versta sem ég hef heyrt lengi og þá er nú mikið sagt miðað við sum lögin sem komu þarna fram. En ég er ánægð með að Svíar og Finnar komust áfram þá eru nánast allar norðulandaþjóðirnar við sama borð á laugardaginn kannski veitt bara ekkert af því að skrá sig sem danskan ríkisborgara núna.. hehehehe.. það er alveg bókað mál að ég ætla að kjósa dani á laugardaginn Þið sem eigið eftir að lesa dv í dag ættuð að kíkja í blaðið .. þar er grein eða viðtal við móður Ágústu Evu þar sem að hún neitar að gangast við Sylvíu Nótt.. enda kannski ekkert skrýtið þar sem að hún er bara persóna sem búin var til en leiðinleg samt.. Jæja maður ætti að hætta þessu tuði og hafa bara gaman af keppninni á laugardaginn og styðja danina út í eitt.. hehehe eða eitthvað álíka. Ég ætla að láta þetta nægja í bili þar sem ég er að vinna og er svo að fara austur eftir 5 tíma vá hvað ég hlakka til.. heheh
kveðja Helga B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2006 | 14:52
Eurovision kvöld..
Jæja þá er fimmtudagurinn 18.maí kominn upp.. hehe og Eurovision kvöld framundan, ég er að vinna sem sagt til 5 í dag en verð svo hjá henni Þóru vinkonu minni að horfa á þessa örlagaríku keppni þar sem að Sylvía Nótt á eftir að floppa feitt út.. og Ísland fær aldrei aftur að taka þátt.. hehehe, ef hún kemst upp úr keppninni sem sagt verður ein af efstu 10 sætum þá skal ég éta allt sem ég hef sagt um hana aftur ofan í mig.. heheh (ætla sko ekki að fara að lofa einhverju miklum aðgerðum, sérstaklega ef ég verð látin standa við þetta) hehe EN ég ætla nú samt svona kannski bara smá að halda með henni en bara smá. heheh en viti menn nú eins og alltaf er BT að auglýsa það að komir þú og kaupir sjónvarp (flatskjá) hjá þeim færðu hann endurgreiddann ef ísland vinnur bíddu halló er verið að tala um keppnina í kvöld eða bara almennt?????? það kemur ekki fram í auglýsingunni. Og hvaða heilvita maður tekur þátt í svona bulli.. það vita það allir að við getum þetta ekki og því þá að gera sér þessar vonir.. halda þeir virkilega að fólk sé svona vitlaust að falla fyrir þessu í þetta skiptið.. er ekki alveg allt í lagi heima hjá þessu fólki sem stjórnar þessu.. hehehe En yfir að allt öðru .. vissuð þið að Kína er heilum 8 tímum á undan okkur.. :) heyrði sem sagt aðeins í mömmu í gær og þau voru um það bil að fara að sofa þar enda búin að ferðast í sólarhring. það hlýtur að vera þreytandi allt þetta flug :) en vonandi skemmta þau sér bara vel þarna úti ;) jæja læt þetta nægja í bili.. fyrir utan eitt núna eru 28 tímar þangað til að ég kemst austur ;););) bara gaman. Kveðja frá mér til ykkar allra
Helga B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2006 | 12:40
kína.. alveg hinu megin á hnettinum
Jæja þá eru foreldrar mínir komnir til Kína, þar er klukkan að verða hálf níu að kvöldi til hjá þeim þau voru þreytt eftir allt flugið en þau fóru héðan klukkan 4 s.l. nótt. Ég gat talað mjög lítið við þau því það er svo dýrt að hringja svona á milli landa. Mamma ætlaði að vera í sambandi við mig bara á e-maili þegar að hún gæti.. þau ætla að fara á svokallað netkaffi þegar að þau hafa tíma til. Gamla settið er sko að fara að hlaupa hálft maraþon á kínamúrnum mikla úff.. það hlýtur að vera ofboðslega erfitt, ekki myndi ég nenna því heheh sjáið þið það ekki fyrir ykkur mig að hlaupa á múrnum það væri sko sjón að sjá.. heheheh Jæja er víst að fara í mat núna en ég skrifa hér inn seinna í dag eða í kvöld. bæ á meðan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2006 | 15:13
16.maí 2006
Jæja þá situr maður í vinnunni og er að klára öll þau verkefni sem ég hef verið með í morgun. Búin að fara og ætlaði að skrifa undir vegna nýju íbúðarinnar en þá var sú sem sér um þetta allt saman bara orðin veik þannig að ég þarf að hringja þangað á morgun til þess að panta nýjan tíma. Þetta er vonandi allt í rétta átt. Það lítur út fyrir það að ég fái sem sagt íbúðina afhenta strax um mánaðarmótin :):):) Það væri snilld. Í gærkvöldi þegar að ég var að fara heim frá Egilsstöðum var Binni kallaður út aftur í leitina og fór því um leið og ég fór á flugvöllinn og ég var að fá sms frá honum núna fyrir 10 mín síðan að hann væri á leiðinni heim aftur hann er sem sagt búinn að vera þarna í 18 tíma núna plús það sem hann var á sunnudag það var einnig um 17 tímar eða meira. Ekkert hefur fundist eða heyrst frá þessum unga pilti, því miður. Maður finnur svo til með foreldrum, ættingjum og vinum þessa stráks þar sem þau geta ekkert gert nema bara beðið og vonað, ekki það að ég á ekki von á því að hann finnist lifandi þar sem að svona langur tími hefur liðið frá því að hann hvarf og það hefur verið mjög kalt á þessu svæði og snjóaði þar á sunnudagskvöld og nóttina. Ég vona að hann finnist nú samt, hvort sem það er lifandi eða látinn. Því ef hann er ekki lengur hérna megin við móðuna miklu þá er nú samt betra fyrir foreldrana og þá sem standa honum næst að geta jarðsett líkamann. Annars verður sorgin svo miklu miklu meiri.. Jæja nú ætla ég að fara að halda áfram að vinna en skrifa meira síðar.
kær kveðja frá mér til ykkar allra Helga Björg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2006 | 19:24
sauðburður
Jæja nú er ég víst að fara að leggja af stað í höfuðborgina aftur því miður.. þetta er búið að vera allt of fljótt að líða hérna .. búið að vera soldið mikið að gera en það er bara skemmtilegra. Það hafa nokkur lömb látið sjá sig og svo þarf að huga að þeim, marka, gefa og brynna. Erum búin að fara á smá flakk hérna og stússast aðeins fyrir okkur sjálf. Því miður gerðist það svo í gær að björgunarsveitin var kölluð út um fimm leytið eftir hádegi, því það týndist ungur maður héðan að austan og hefur enn ekki fundist. Binni þurfti því að þjóta í gær norður til þess að leita að honum en kom svo heim um hádegi í dag þar sem var verið að skipta út leitarflokknum. Ekki er enn vitað hvar þessi drengur er niðurkominn, þetta var mjög erfitt fyrir sveitina hérna fyrir austan þar sem þeir flestir þekktu eða ætti kannski að segja þekkja þennan unga pilt. En að öðru málefni, fyrir ykkur sem ekki vita þá fékk undirrituð nýja íbúð núna um helgina og þarf að ganga frá því öllu á morgun. Þetta er sem sagt tveggja herbergja íbúð í Þorláksgeislanum, það er svona beggja blands að ég sé ánægð með hana en það er vegna þess að hugurinn er farinn að leita æ meira hérna austur. Þarf auðvitað að fá vinnu hérna fyrst en langar alveg rosalega að fara að koma mér fyrir hérna hjá honum Binna mínum. En svona er lífið hjá mér þessa dagana.
með kærri kveðju Helga B.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2006 | 11:05
í dag :)
hmm nú á ég bara eftir að vinna nokkra klukkutíma og svo fer ég austur í heila 5 daga það verður bara æðislegt er sko að fara í sauðburð... sjá öll litlu lömbin.. þetta verður bara gaman. Ég er alveg farin að telja tímana þangað til á sko flug klukkan 7 í kvöld.. er búin að vinna klukkan 5 og svo þarf ég að fara heim ná í dótið mitt, skila bílnum mínum upp í skúr til hans Guðbjörns sem er by the way langbestastur .. hehe allavega núna hann ætlar nefnilega að gera við bílinn minn .. alltaf gott að treysta á hann svo ætlar hann Sigurður Ásgeirsson frændi minn að skutla mér á flugvöllinn hann er svo frábær og ég verð að viðurkenna það að ég hitti hann alltof sjaldan en það verður að reyna að bæta úr því svona áður en maður eldist mikið meira hehehe. Sumarið verður vonandi æðislegt hjá mér.. en ég er í sumarfríi í tvær vikur núna það er síðasta vikan í júní og fyrsta vikan í júlí.. verður mikið um að vera hún Linda systir mín er að útskrifast úr háskólanum þann 25.júní ég á afmæli þann 28. júní og svo er sko hann Eyþór frændi minn að fara að gifta sig 1.júlí.. hehehe alveg brjálað .. enda verður bara étið þessa daga.. hehehehehehe.. ég er búin að finna brúðkaupsgjöf handa Eyþóri og Ernu bara æðislegt.. vona að þau verði ánægð með hana.. ( Erna það er bannað að verða forvitin heheh ) Í gær fór ég í smá afmæliskaffi til hennar Lindu systir og það var bara æðislegt alltaf saman veislan á þessu heimili.. verst að maður getur ekki klónað sig á svona tímum til þess að vera á tveimur stöðum í einu.. valið tímana þegar að maður þarf að vera svona allsstaðar.. var nefnilega eiginlega búin að ákveða að fara í heimsókn til hennar þóru vinkonu en svo minnti mamma mig á að það væri kaffi hjá Lindu í gærkvöldi og ég komst ekki í heimsóknina.. en það verður sko bætt úr því þegar að ég kem í bæinn aftur.. og svo þarf ég líka að kíkja á hana Elsu vinkonu mína það er orðið alltof langt síðan að ég fór til hennar eða plata hana á kaffihús eða eitthvað þannig.. alltaf gott að fara á Café Paris.. og svo þarf ég auðvitað að fara á milljón aðra staði í heimsókn þar sem að maður hittir fólkið alltof sjaldan.. það er ótrúlegt hvað ég verð löt við að fara svona þegar að maður er búinn að vinna. Er yfirleitt búin klukkan 17:00 og þá fer maður heim og slakar á í smátíma en svo þegar að ég er komin heim sest niður og allt það þá verð ég voða löt við að fara eitthvað .. en er ákveðin í því að sparka í rassinn á sjálfri mér og hætta að hanga heima öll kvöld en auðvitað vill maður stundum bara vera heima og slaka á yfir imbanum eða eitthvað álíka.. það er líka gott. En svona er lífið .. flókið Jæja ég ætla að fara að hætta þessu núna og reyna að finna mér eitthvað að gera hérna í vinnunni.. frekar rólegur dagur í dag sem þýðir að hann verður lengi að líða.. Það eru 8 tímar þangað til að ég fer í flug og bara 9 tímar þangað til að ég kemst austur.. það er allt of langur tími.. en það verður að hafa það.. þetta hlýtur að líða. En ég skrifa hérna inná aftur þegar að ég kem í höfuðborgina sem verður á mánudagskvöld. Þá fer ég að kveðja mömmu og pabba þar sem að þau eru að fara til Kína á þriðjudagsmorgunn og það snemma úff þau verða í alveg heila 10 daga þarna.. þetta hlýtur að vera geggjað gaman þau eru að fara að hlaupa hálft maraþon á kínamúrnum sjálfum sem er eina byggða mannvirkið sem sést frá tunglinu.. hehe bara svona smá fróðleikur fyrir ykkur sem ekki vissuð það. En ég vil óska bara þeim og öllum sem eru að fara í þessa ferð góðrar ferðar og gangi ykkur vel að hlaupa þarna. Svo er hún Linda systir mín að fara í útskriftarferð til Tælands þann 27.maí.. úff það eru bara allir að fara.. nema ég.. hehe jæja best að hætta þessu bulli núna áður en ég fæ algjöra munnræpu..
strumpakveðjur.. (Helga strympa)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
strumpaálfur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Fólk
www.lsk.is
vefur Lögmannsstofunnar í skeifunni 11a
www.slfi.is
heimasíðan þar sem ég er að vinna
-
Sjúkraliðafélag Íslands
sjúkraliðafélagið
www.austurland.is
Egilsstaðir og umhverfi
-
Um Austurlandið
Egilsstaðir
www.maggajons.blog.is
heimasíða Möggu frænku og barnanna ;) bara flott
www.eythoringi.blog.is
heimasíða frænda míns á Akureyri
www.dalir.is
heimasíða Dalabyggðar sem er eitt fallegasta svæði á landinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar